Nintendo 64 óskast

Einhver nostalgía greip mig um daginn. Hún lýsir sér þannig að mig dauðlangar að spila Wave Race á Nintendo 64! Þeir sem vita hvað ég er að tala um, skilja þetta kannski.....eða ekkiSmile. Svona er maður nú mikið barn.

 Ef einhver veit um svona vél til sölu, og umræddan leik, þá er ég til Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hljómar einhvernvegin þannig að þú fáir þetta í góða hirðinum eða í geymslu ásamt fótanuddtæki úti í bæ

Sorry Heimir búin að gá á ekki svona í minni geymslu !

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.12.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Takk samt

Heimir Eyvindarson, 13.12.2007 kl. 23:37

3 identicon

Wave Race....??  Bretta eitthvað...................??

golli (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 06:56

4 identicon

Horfði á marga sem voru húkkaðir á Mario og félaga hér í den en þekki ekki þetta sem þú talar um. Ég fæ aftur á móti stundum nostalgíukast þegar ég hugsa um Power Mac tölvuna mína í bílskúrnum með Short Circuit leiknum sem ég hef aldrei fundið fyrir PC nema einhverja útgáfu sem komst ekki í hálfkvisti við fílinginn að spila hann í Makkanum. Það hefur stundum munað litlu að ég sækti gripinn og tæki spilatörn.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 14:04

5 Smámynd: Hjalti Árnason

Þetta kemur á bílskúrssölurnar hérna eftir 8-10 ár, þegar norsararnir eru búnir að fá leið. Ég held að hún hafi komið á markaðinn hér kringum ´95. Ég pakka einni niður og sendi þér þegar þar að kemur.

Hjalti Árnason, 16.12.2007 kl. 18:38

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég held að mín nintendo sé enn eldri en 64...svona með appelsínugulri byssu til að skjóta endur allavega.

Brynja Hjaltadóttir, 19.12.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband