Samkeppni í flugi?

Gaman að segja frá því að lággjaldaflugfélagið German wings ætlar að byrja að fljúga frá Reykjavík til Kölnar í vor Smile. Ég var að skoða síðuna þeirra í gær og það var nú ekki hægt að fá nein fáránlega ódýr flugsæti, en samt slatta af sætum á innan við 20 þúsund kall a.m.k. Við í áms flugum með þeim frá London til Hamborgar í haust og það var ekkert að því, ekki númeruð sæti reyndar en það er bara fyndið. Það er margt verra en þetta flugfélag, til hamingju Ísland Wizard

Nú vantar bara Easy Jet eða Ryanair. Koma svo!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta með Easy Jet og Ryanair. Löngu tímabært að fá þau hingað.

Annars: Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtileg bloggkynni á liðnu ári.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Takk sömuleiðis, kærlega.

Heimir Eyvindarson, 8.1.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

þá fer maður kannski út til útlanda

Halldór Sigurðsson, 8.1.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Var það nokkuð Ryanair sem var með"gömlu ryðguðu" vélarnar. Bara spyr, man það ekki lengur.

Jæja gleðilegt nýtt ár.

Eiríkur Harðarson, 9.1.2008 kl. 02:58

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þú og þín hljómsveit eruð vel auglýstir á bloggsíðu Ktomm

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.1.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband