Þó það kunni að hljóma ótrúlega þá er það nú þannig að ég er lítið fyrir að trana mér fram, jafnvel þó ég sé nokkuð öruggur um eigið ágæti og telji mig oftast hafa heilmikið fram að færa .
Í starfi mínu sem tónlistarmaður, og ekki síst umboðsmaður, hef ég þó þurft að venja mig á að ota mínum tota, og það hef ég í gegnum tíðina reynt að gera án þess að vera með mikil læti eða djöfulgang. Þegar mikið liggur við blæs maður þó stundum í lúðra, á nótum Einars vinar míns Bárðarsonar, en það er ekki oft.
Eitt af því sem er í mínum verkahring er að láta fjölmiðla vita þegar eitthvað markvert drífur á daga okkar í hljómsveitinni. Fyrir tæpum mánuði síðan lét ég t.d. alla fjölmiðla landsins vita af því að við værum að senda frá okkur nýtt lag, hið fyrsta í rúmt ár, og flestir þeirra létu það berast. Viku síðar sendi ég svo heldur hróðugur út boð þess efnis að lagið væri orðið hið vinsælasta á landinu. Um það var fjallað á öllum helstu prentmiðlum og að sjálfsögðu á útvarpsstöðvunum. Viku síðar áréttaði ég þessa frétt við blöðin hér í sveitinni, Sunnlenska fréttablaðið, Dagskrána og Gluggann, og lét jafnframt vita að lagið væri enn á toppnum. Tvö blaðanna birtu fréttatilkynninguna, og kann ég þeim þakkir fyrir, en eitt blaðanna hefur enn ekki látið þess getið að sunnlensk hljómsveit eigi vinsælasta lag landsins. Sem hlýtur þó að vera frétt. Í það minnsta sunnlensk frétt!
Nú er ég svo heppinn að mér getur í sjálfu sér verið nokk sama hvort þetta tiltekna blað segir frá árangri okkar eður ei, stærri fjölmiðlar hafa sagt frá þessu og hin 2 héraðsfréttablöðin líka þannig að við erum ekkert í vandræðum vegna lítils umtals, en ég velti því samt sem áður fyrir mér hvað búi að baki slíku fréttamati. Er það ekki frétt þegar hljómsveit af svæðinu gerir það gott? Er það minni frétt en að það hafi verið metþátttaka á foreldrafundi á Selfossi eða að fjórir nýsveinar hafi verið verðlaunaðir fyrir góðan árangur í námi, svo dæmi séu tekin?
Það sem gerir þetta kannski enn furðulegra er að þetta ágæta blað hefur í gegnum tíðina sýnt okkur talsverðan áhuga. Nú er það svo að við höfum nokkrum sinnum átt því láni að fagna að eiga vinsælasta lag landsins, og ýmislegt annað markvert hefur gengið á hjá okkur á rúmlega 10 ára ferli, og svo að segja alltaf hefur verið um það fjallað í héraðsfréttablöðunum. Ekki síst þessu tiltekna blaði.
Mér dettur helst í hug að tengja þessa stefnubreytingu því að við tókum ekki tilboði frá blaðinu í auglýsingu fyrir réttadansleik fyrir margt löngu. Síðan þá hefur að ég held ekki birst stafkrókur um okkur!
Tilviljun?
Flokkur: Bloggar | 26.2.2008 | 01:13 (breytt kl. 01:20) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segi nú eins og ónefndur norskur maður í Spaugstofunni"þetta er allt eitt allsherjar samsæri" Allavega hjá þessu blaði.
Sjáumst"KANNSKI" síðar.
Eiríkur Harðarson, 26.2.2008 kl. 01:56
Já sumir eru auðvitað takmarkaðri en aðrir. Það hlýtur að eiga jafnt við um þá sem velja hvað sé fréttnæmt og hvað ekki og alla aðra.
Gaman að þessu!
Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.