Ég hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga hvort ég eigi ekki bara að hætta að rembast við að verða kennari. Starfið er jú skemmtilegt, en launin eru lélegt grín. Gömul tugga sem allir þekkja - og eru orðnir leiðir á. En svo eru það allir "litlu hlutirnir" sem létta manni lífið, og halda manni við efnið.
Kennarasamband Íslands, félagið mitt, leggur t.d. sitt af mörkum til að gera mönnum eins og mér starfið ánægjulegra. Nú hefur félagið ákveðið að þeir sem eiga innan við 100 uppsafnaða orlofspunkta (ég er að kenna minn þriðja vetur og á 36 stk.!) fái ekki að velja sér sumarbústaði fyrr en mánuði seinna en hinir.
Mikið hlakka ég til að geta valið á milli 35m2 kjallaraíbúðar á Larfanesi og 25m2 orlofshúss í Fúlaskarði, með salernisaðstöðu í grennd.
Takk fyrir mig
Flokkur: Menntun og skóli | 3.3.2008 | 23:53 (breytt 5.7.2008 kl. 23:37) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja, svei...... Þeir ættu að láta okkur borga meira í þetta félag
Inga Lóa (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 13:02
Vá frábært! Það er gott að vera kennari, ég er einmitt búin að kenna í næstum 5 ár og var að komast upp í 210.000 kr. í grunnlaun, húrra húrra.
Bryndís (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 13:27
Þarftu nokkuð salernisaðstöðu á þessum stöðum? Nafngiftin gefur manni nú ekki ástæðu til að álykta sem svo sé.
Annars er grínlaust SKÖMM að því hvernig ÖLL umönnunarstörf þ.m.t. kennarastörf eru metin í þessu bullríka samfélagi okkar. Sem VIRÐIST þegar upp er lítið BARA vera í orði, nema ef um er að ræða eitthvað tengt fjármálastarfsemi.
Eiríkur Harðarson, 4.3.2008 kl. 13:59
Sko ég get verið sammála að launin séu lá, en ég er viss um að ef kennarar færu að vinna (eins og allt venjulegt fólk) frá 8-16 og frí rauða daga og um helgar, sleppa öllum þessum starfsdögum, nýta daga fyrir páska og milli jóla og nýárs kæmi annað upp úr launaumslögunum
En kennarar bíta alltaf í sig þegar þeir eru að semja AÐ ÞEIR VILJA EKKI VINNA EINS OG ALLIR HINIR !!!!!!!!!!!!!!!!
Sorry Heimir og ég sem ætlaði að verða kennari
Félagið ykkar er ekki verra en það að það tekur þátt í tannlæknakostnaði fyrir félagsmenn sína, og ef þeir myndu selja bústaðina á Larfanesi og Fúlaskarði gætu þeir gert gott betur
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 4.3.2008 kl. 16:30
Get lánað þér bústað í Vík í Mýrdal
Guðbjörg (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:38
Larfanes og Fúlaskarð! Ja þér er ekki fisjað saman drengur!
Þið eigið samúð mína alla. Er að vinna rannsóknarverkefni í grunnskóla í Reykjavík. Þetta er eins og dýragarður.
Þið megið bara fá okkar lánaðan, hann verður vonandi tilbúinn einhverjum árum áður en þú nærð 100 punktunum!
Soffía Valdimarsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:39
Sei, sei!
Anna Sigga, 4.3.2008 kl. 21:48
Mikið er þetta örlátt lið þarna hjá sambandinu þínu. arrrgggg
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:34
...ég gekk svo langt að senda þeim póst og spyrja þá um sanngirni þessa máls, girntist óskaplega flottu nýju bústaðina á Flúðum. Ekki möguleiki! Þú með þína 30 punkta getur verið úti!
Við þurfum að húka í okkar götóttu tjöldum á meðan gömlu kennararnir hafa það gott í höllunum. Ég var reið...þar til ég samdi við ,,gamlan" kennara sem á 528 punkta um að leigja bústað fyrir mig...maður verður að bjarga sér
Eyja peyja (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.