Nú hef ég formlega verið Hvergerðingur í u.þ.b. 7 mánuði, og líkar vel. Vissi enda nokkurnveginn við hverju var að búast, hafandi haft hér annan fótinn meira og minna alla mína tíð. En eftir að ég varð formlega Hvergerðingur fór ég ósjálfrátt að fylgjast betur með bæjarmálunum, og ég verð að segja að þar mætti margt betur fara - bæði hjá meirihlutanum og minnihlutanum.
Til dæmis fannst mér lítilmannleg afgreiðsla meirihluta bæjarstjórnar á erindi okkar starfsmanna grunnskólans þar sem við báðum um álagsgreiðslu til lítilsháttar leiðréttingar á kjörum okkar, en sá háttur hefur verið hafður á í fjölmörgum sveitarfélögum. Meirihlutinn afgreiddi tillöguna í raun án nokkurs gildandi rökstuðnings, sem gefur kannski tilefni til að velta fyrir sér í hve miklum metum starfsfólk grunnskólans er þar á bæ.
Eitt af eldfimustu málunum í bæjarmálaumræðunni í vetur hefur verið bygging nýs íþróttahúss, en litla íþróttahúsið sem byggt var af dæmalausri skammsýni á þeim tíma sem ég var hér í skóla er fyrir löngu sprungið. Hugmyndir meirihlutans um að reisa svokallað mjúkhýsi inn í dal hafa ekki hugnast minnihlutanum, og hafa svosem vakið furðu margra. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hér hvort uppblásið íþróttahús er vænn kostur, enda þekki ég málið ekki nógu vel til þess, en ég lýsi furðu minni á því að Hveragerði skuli vera í þeirri stöðu að þurfa að fara með íþróttamannvirki alla leið inn í dal.
Það er eins og enginn ráðamaður hér hafi nokkurntíma hugsað lengra en fjögur ár fram í tímann! Hversvegna í ósköpunum keypti bærinn t.d. ekki gamla hótelið á sínum tíma? Mér skilst að það hafi farið á slikk, en einhverjar pólítískar hártoganir orðið til þess að húsið var ekki keypt! Hótelið er staðsett við aðalgötuna og þar að auki mitt á milli leikskólans og grunnskólans. Sá enginn fyrir sér samfellt skólasvæði á þeim tíma? Fagrahvammstúnið svokallaða, milli grunnskólans og Heilsustofnunar NLFÍ skilst mér að hafi einnig verið falt fyrir lítið fé á sínum tíma, en eitthvert pólítískt þref orðið til þess að bærinn nýtti ekki forkaupsrétt sinn á því landi. Hvað skyldi það land kosta í dag? Væri ekki nær að hafa íþróttahús þar, en uppí dal?
Pólítískt þref er eitthvað það hallærislegasta sem hægt er að hugsa sér, sérstaklega í sveitastjórnum. Í bæjarfélögum eins og Hveragerði á minnihlutinn að leitast við að starfa með meirihlutanum. Þannig hefur hann meiri tök á að hafa áhrif, og um leið aukast líkurnar á málefnalegri umræðu - á kostnað með og á móti þvargs". Auðvitað á að mótmæla kröftuglega ef tilefni er til, og haldgóð rök til stuðnings, en alltof oft verða bæjarmál að hálfgerðum skrípaleik þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Sumir virðast m.a.s. keppast við að vera á móti öllu, án haldbærra skýringa. Ekki bara í Hveragerði. Það er eins í bæjarmálunum og í daglega lífinu; maður nær sínum málum trauðla í gegn með gífuryrðum og djöfulgangi, málefnaleg samvinna er mun vænlegri til árangurs.
Hættum að jagast og mótum frekar viturlega framtíðarstefnu, þar sem leitast er við að svara þeirri grundvallarspurningu hvernig bæ við viljum byggja og búa í, og afhenda afkomendum okkar...............
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.3.2008 | 13:52 (breytt 5.7.2008 kl. 23:36) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heimir minn varst þú nokkuð að rugla UPPBLÁSNA íþróttahúsinu við eigið ÞVERMÁL, uuuussssshh ég verð að hætta að bulla svona með fingurna. Þetta einkennir núorðið nærri því hverja einustu sveitar og eða borgastjórn, málefnin fá yfirleytt eða oftast að lúta í lægra haldi vegna persónu eða pólitískra eiginhagsmuna. Allir þurfa að fá eitthvað fyrir sinn snúð, annars er fjandinn laus og hlaupið í einhverjar skotgrafir. Hagsmunir okkar (íbúanna) skipta orðið frekar svona sorglega litlu máli.
Eiríkur Harðarson, 29.3.2008 kl. 14:39
Mæl þú manna heilastur og velkominn í bæinn - ég segi ekki meir
Soffía Valdimarsdóttir, 30.3.2008 kl. 11:28
Takk
Heimir Eyvindarson, 30.3.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.