Davíð kaupir ölið

Ég hef allt frá því ég byrjaði að besserwisserast í bloggheimum margoft lýst þeirri skoðun minni að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu, ekki af því að mér hugnaðist allt þar á bæ svo óskaplega vel, heldur fyrst og fremst vegna þess að þá gætum við tekið upp Evru - og nýríkir íslenskir athafnamenn hættu þarmeð að ráðskast með blessaða krónuna. Það er margsannað mál að braskarar, þar á meðal bankarnir, hafa leikið sér með krónuna - og útkoman blasir við.

Davíð Oddsson tekur undir með mér Wink, og talar um aðför nafnlausra braskara að krónunni.

Ég spyr: Hvernig væri nú fyrir okkur komið ef Davíð sjálfur hefði ekki slegið leiftursnöggt á fingur allra þeirra sem ræða vildu aðild að Evrópusambandinu í hans valdatíð?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á það sameiginlegt með þér að vilja Ísland inn í ESB - af þeirri ástæðu fyrst og fremst að það takmarkar möguleika íslenskra fjármálajöfra til að leika sér með hagkerfið okkar svona eins og best hentar þeirra prívat hagsmunum - oftast á kostnað okkar, almennings. Ég er með það á hreinu að það er eina leiðin til að koma á, og viðhalda jafnvægi í hagkerfinu og losa okkur út úr einokunarverslunarfyrirkomulaginu með lánsfjármagn.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband