Mitt kæra kennarasamband

Ég röflaði um það fyrir rúmum mánuði að reglur orlofssjóðs KÍ væru þannig að ég fengi ekki að velja mér sumarbústað fyrr en 5 vikum eftir að þeir sem hafa verið lengur í félaginu væru örugglega búnir að velja sér bestu bitana. 

Í gær voru þessar 5 vikur loksins liðnar og það fór eins og ég hafði búist við. Það er ekkert laust nema á Larfanesi! Það eina sem er laust á Suðurlandi í sumar er t.d. tveggja herbergja blokkaríbúð á Laugarvatni. Það hljómar gríðarlega spennandi. 

Ætli maður geti sótt um að fá að borga meira í félagið - svona til að sýna smá þakklætisvott?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Staðurinn er aukaatriði, það er samferðafólkið sem á að veita þér mestu ánægjuna þegar farið er í frí

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.4.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Aldrei skilið af hverju verkalýðsfélög eiga svona mikð af sumarbústöðum og fellihýsum. Í gamla daga var bara fullt af fólki og fyrirtækjum sem leigði svona út, en þair fóru allir beint á hausinn af því að einhver félög ruddust inn á markaðinn. Bíð eftir að þeir ákveði, í skjóli fjárhagslegrar yfirburðarstöðu, að stofna hljóðfæraverslanir með nauðungarniðurgreiddum hljóðfærum. Eða eitthvað.

Annars er ég ekkert fyrir sumarbústaði og svoleiðis. Finnst þeir leiðinlegir og heitir pottar sóðalegir. Er bara heima að horfa á sjónvarpið, tek símann úr sambandi og svara ekki dyrabjöllunni, en segi öllum að ég sé í rándýrum bústað á austurlandi.

Ingvar Valgeirsson, 21.4.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég meinti félagskapurinn  

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.4.2008 kl. 23:15

4 identicon

Ég svindlaði á kerfinu og nýtti mér ,,gamlan" kennara til að ná í rúmgóðan, nýjan af nálinni bústað á Flúðum. Velkominn í heimsókn Heimir minn...

Tek enn á ný undir með þér, þessar reglur eru út í Hróa... 

Eyrún Huld (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband