Nýr kjarasamningur

Skrifað var undir nýjan kjarasamning kennara í gær. Í greinargerð með samningnum segir að aðalmarkmið Félags grunnskólakennara hafi náðst, en það var að jafna laun kennara á við sambærilegar stéttir.

Sambærilegar stéttir hafa í rúmt ár haft umtalsvert hærri laun en grunnskólakennarar, gegnumsneitt u.þ.b. 30 þúsund sýnist mér. Samkvæmt samningnum munum við ná þeim launum sem þær stéttir, t.d. leikskólakennarar, hafa núna eftir rúmt ár!

Þetta þýðir gróflega að sambærilega menntaður leikskólakennari hefur haft um 360 þúsundum hærri laun en kennarar s.l. ár, og mun hafa eitthvað hærri laun í 6-12 mánuði til viðbótar hið minnsta.

Hvernig getur það kallast jöfnun á við sambærilegar stéttir?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband