Aumingja Magnús Þór....

.....Hafsteinsson. Líklega hefur hann í sjálfu sér talað fyrir munn nokkuð margra þegar hann ljáði fyrst máls á innflytjendavandamálinu á Íslandi í þinginu, skömmu fyrir síðustu kosningar. Eins hafa eflaust einhverjir fagnað framgöngu hans í máli hinna 30 palestínsku flóttamanna sem eru á leið upp á skaga. Þó hugsa ég að færri hafi verið sammála honum í því máli.

Ekki veit ég hvað honum gengur til með þessum tilburðum. Ég á bágt með að trúa því að hann sé sá rasisti sem sumir vilja meina að hann sé, þótt erfitt sé stundum að lesa annað úr framkomu hans. En ég á ekkert síður erfitt með að sjá að endurteknar aðfinnslur hans geti flokkast sem vinsamlegar ábendingar, eins og hann vill gjarna láta eftir að hann hefur varpað sprengjunum og allt er farið í bál og brand.

Allar springa sprengjurnar svo í andlitið á honum á endanum. Flokkssystir hans á skaganum ákvað að hlusta ekki á þvaðrið í honum, munstraði sig í annan flokk á 0,1 og skildi varaformanninn eftir valdlausan og einangraðan. Síðan geysast pennafærir menn eins og Þráinn Bertelsson og Guðmundur Andri fram á ritvöllinn og hæða hann og spotta á svo snilldarlegan hátt að erfitt er að ímynda sér að hann eigi sér viðreisnar von. Hann sem var kannski bara að segja það sem enginn annar þorði að segja?

Auðvitað erum við Íslendingar þess umkomnir að taka við flóttafólki. Það er ekki spurning. Rétt eins og innflytjendum af öllum stærðum og gerðum. Sé rétt að slíkum málum staðið gerir það ekkert annað en að auðga mannlífið. En það er rétt hjá Magnúsi að við þurfum að standa miklu betur að þessum málum öllum hér á landi. Það sem mér innst sorglegast er að við skulum ekki hafa borið gæfu til þess að leita ráða hjá nágrannaþjóðum okkar, sem hafa áratugareynslu í þessum efnum og hafa í gegnum tíðina staðið frammi fyrir öllum þeim vandamálum sem nú blasa við okkur.

En að halda því fram að lífskjör fólks á Akranesi séu með þeim hætti að samfélagið þar sé ekki að svo stöddu þess umkomið að taka á móti nokkrum stríðshrjáðum flóttakonum frá Palestínu er grátlega kjánalegt.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já satt segirðu - aumingja Magnús. Það er ekkert grín að ríða á vaðið með innflytjendaumræðu. Svo margt sem þarf að kryfja og skilgreina og hugsa alveg frá grunni. Ég er ekki hálfnuð með það ferli en vinnuheitið er: HVERNIG MYNDI ÉG VILJA LÁTA TAKA Á MÓTI MÉR OG MÍNUM ?

Spurningar um hvort Íslendingar, Akurnesingar eða aðrir, hafi efni og aðstæður til flóttamannamóttöku eru grín - verst að það er bara alveg ófyndið.

Soffía Valdimarsdóttir, 27.5.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Ég er orðin afskaplega þreyttur á þessari umræðu og hvernig öllu er snúið á hvolf í allri umræðu um innflytjendur.

Ég held að við getum öll verið sammála um það að stjórnvöld voru engan veginn tilbúin til að taka á móti öllu þessum fjölda sem hingað kom til að vinna, hér voru fleiri þúsund manns í vinnu sem enginn vissi í raun um og áttu hvergi lögheimili hýrðust í geymsum og skúrum

Hvort Akranesbær sé í stakk búin til að taka á móti þessu einstaklingum get ég ekki lagt mat á. Það kemur hvergi fram í greinagerð Magnúsar að hann sé á móti þessu flóttafólki hann var að spyrja spurninga sem eðlilegast hefði verið að svara málefnalega.

Það var ekki gert heldur sprakk meirihlutinn og nýr meirihluti tók við og úthrópaði Magnús sem vondann mann sem væri á móti flóttafólki.

Síðan er blggið búið að loga stafnana á milli um þetta svo kallaða Akranesmál og ekki allir verið sér til sóma sem þar hafa skrifað

Grétar Pétur Geirsson, 27.5.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Svo ekki sé talað um Akurnesinginn sem er hættur að djamma !!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.5.2008 kl. 18:26

4 identicon

Það dugar ekki að skrifa einhverjar greinargerðir og ætla að reyna fá fólk til að trúa þeim þegar skaðinn er skeður. Ég missti allt álit á Magnúsi Þór þegar ég hlustaði á hvernig hann talaði við og um Gísla bæjarstjóra og Karen. Mér finnst hann einhvern veginn ekki hafa neina stjórn á sjálfum sér og vaða með ótrúlegum dónaskap yfir allt og alla - sorry -

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband