Nýr Firefox

Ein aðalfréttin í netheimum í dag er sú að í dag kemur á markað Firefox 3, ný útgáfa af skásta netvafranum fyrir Mac. Hópur af nördum, m.a. 1400 íslenskir(!) eru að tapa sér yfir þessu, ætla m.a. að reyna að slá heimsmet í downloadi, og á einni nördasíðunni eru taldar upp 10 ástæður fyrir því afhverju maður ætti að ná sér í nýja Firefoxinn. Það er athyglisvert að þær eru allar á þann veg að þetta og hitt sé orðið betra en í Firefox 2! Ekki miðað við aðra vafra sem virka (að vísu ekki í mac, frekar en annað), t.d. Internet explorer.

Ég veit ekki á hvern svona vitleysa á að virka. Ég mun a.m.k. ekki hlaupa til og kaupa skinku frá Kjarnafæði þótt einhver segi mér að hún sé heldur skárri en gamla skinkan Wink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Sona sona Heimir minn, þetta verður allt í lagi :) :) :)

Soffía Valdimarsdóttir, 18.6.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Satt segirðu Þetta nýjabrum getur verið ferlega pirrandi.

Eiríkur Harðarson, 18.6.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband