Áður en Iceland Express kom til skjalanna hafði ég ekki farið oft til útlanda. Ástæðan var fyrst og fremst sú að hér var einungis eitt flugfélag, Icelandair, og það var rándýrt að ferðast með því. Nokkur flugfélög höfðu reynt að koma inn á íslenska flugmarkaðinn en Icelandair tókst iðulega að flæma þau héðan jafnharðan, oft með aðstoð íslenskra stjórnvalda. Mér finnst rétt að rifja þetta upp, ef þið skylduð vera búin að gleyma hvernig ástandið var hér fyrir ekki svo mörgum árum síðan.
Með tilkomu Iceland Express hef ég ferðast talsvert til útlanda, ekki bara með Express heldur líka með Icelandair - sem, viti menn, hefur lækkað verðið hjá sér umtalsvert til að standast samkeppnina.
Ég hef reynt að beina viðskiptum mínum til Express, frekar en Icelandair, vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að samkeppni á flugmarkaði sé bráðnauðsynleg. Það er alveg klárt hvað gerist ef Iceland Express hrökklast upp af. Sagan segir okkur hvernig Icelandair fer með einokunarvald sitt.
Í gegnum tíðina hef ég heyrt af fólki sem hefur lent í hremmingum hjá Express, heillangar tafir o.þ.h., en ég hafði aldrei lent í neinu þar til síðastliðið haust þegar hljómsveitin þurfti að bíða í 9 klukkutíma eftir flugi til London og missti þar af leiðandi af tónleikum með Prince! Eftir þá ömurlegu lífsreynslu tók ég mig til og bókaði tvær næstu flugferðir með Icelandair, hugsaði með mér að ef ég þyrfti að komast eitthvað á einhverjum ákveðnum degi yrði ég að láta mig hafa það að fljúga með gamla einokunarbatteríinu.
Vissulega hef ég komist á áfangastað á tiltölulega skikkanlegum tíma, en þó verð ég að segja að þessar tvær flugferðir sem ég hef farið með Icelandair minntu mig óþægilega á gamla tímann: Standard 30-60 mín. seinkun, að því er virðist út af eintómum slóðaskap og hroka, alltof þröngt milli sæta, sætin sjálf slitin og löskuð (sum m.a.s. brotin), vondur matur, dl. af kóki (sem félagið hreykir sér af því að bjóða farþegum uppá), endalausar Icelandair auglýsingar í sjónvarpinu o.s.frv......
Iceland Express kom inn á markaðinn sem lággjaldaflugfélag og allt í kringum félagið er með svipuðum hætti og er hjá slíkum félögum. Nema verðið, enda er félagið nú hætt að kalla sig lággjalda . Icelandair er hinsvegar endalaust að reyna að hefja sig upp til skýjanna sem eitthvað úrvalsflugfélag sem standist samanburð við þau bestu í heimi! Það er langur vegur þar frá.
Ef maður ber saman helstu atriði milli Icelandair og Iceland Express þá er ekki ýkja mikill munur á félögunum.
Stundvísi: Ég myndi segja að Icelandair hafi vinninginn þegar kemur að þessu. Mér hefur reyndar verið sagt af býsna fróðum manni að þegar allt sé talið hafi Iceland Express vinninginn þar sem félagið standist miklu oftar áætlun en Icelandair, sem sé endalaust með hátt í klukkustundartafir - m.a vegna þess að þeir stundi það grimmt að yfirbóka vélar. Sem er alþekkt meðal lággjaldafélaga. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en það passar þó alveg við mína reynslu. Ég hef held ég aldrei verið í Icelandair flugi sem hefur verið á áætlun!
Þægindi: Iceland Express hefur yfir tveimur gerðum flugvéla að ráða, annars vegar Boeing 737 og hinsvegar MD-90. Icelandair er aðallega með Boeing 757. Ekki veit ég hvaða vélar eru bestar af þessum, en það er þó staðreynd að fótaplássið er meira í vélum Express. MD-90 vélar Express eru líka frekar þægilegar að því leyti að önnur sætaröðin er einungis tveggja manna - gott í rómantiskum helgarferðum t.d. .
Í vélum Express er líka minna áreiti. T.d. er maður laus við að Þórunn Lárusdóttir messi yfir manni í allt of löngu máli hvað Icelandair sé æðislegt flugfélag og maður er lika laus við alla hina "upphafningarpistlana" sem er þrumað í afþreyingarkerfið, án þess að maður geti nokkra björg sér veitt.
Matur: Icelandair er reyndar hætt að sýna í afþreyingarkerfinu myndir úr flugeldhúsinu þar sem meistarakokkar flambera dýrindis steikur, en félagið hreykir sér þó enn af því að bjóða farþegum upp á mat og drykk. Ég hef fengið ágætan flugvélamat hjá félaginu, einu sinni eða tvisvar, en oftar en ekki er "dýrðin" ekki beysin; soðin skinka í bland við soðinn kjúkling. Fyrir mitt leyti vildi ég frekar borga minna og hafa frekar val um að kaupa mér mat í vélinni. Það val hefur maður hjá Express, en hvort maður borgar minna fyrir miðann skal ég ekki segja. Það er a.m.k. hreint ekki alltaf ódýrara að ferðast með Express.
Hvað drykkina varðar þá hef ég ekkert við 1 dl. af gosi að gera, eins og Icelandair býður af heimsfrægu örlæti sínu. Finnst alveg á mörkunum að hægt sé að tala um fría drykki þegar magnið er rétt botnfylli í plastglasi. Aukinheldur verða freyjurnar yfirleitt pirraðar þegar ég spyr hvort ég megi ekki heldur kaupa af þeim eins og eina kók!
Afþreying: Icelandair hefur auglýst það grimmt að nýtt afþreyingarkerfi verði von bráðar tekið í notkun. Á vormánuðum lét félagið m.a.s. í veðri vaka að þær framkvæmdir væru á undan áætlun og kerfið væri nú þegar komið í allnokkrar vélar. Staðreyndin er sú að kerfið er komið í þrjár vélar!
Ég flaug síðast með Icelandair fyrir nokkrum dögum og þá var boðið upp á Icelandair auglýsingar sem ekki er hægt að slökkva á í sjónvörpunum og handónýta unglingamynd. Græjurnar sem maður á að geta hlustað á óhemju úrval tónlistar í buðu að mestu upp á skruðninga, ekki bara hjá mér heldur einnig flestum farþegunum í kringum mig a.m.k. Sæti framarlega í vélinni var mölbrotið og ég sat í sæti með brotnu baki. Þegar ég kvartaði yfir því var mér tjáð að ekkert væri hægt að gera því vélin væri full. Tek það þó fram að freyjan var hin elskulegasta.
Afþreyingin í vélum Express hefur hingað til ekki verið nein, en á móti kemur að maður hefur haft heldur meiri frið en hjá Icelandair. Því hefur heldur ekki verið logið að manni að maður sé í einhverri afþreyingarparadís. Auðvitað sleppur maður samt ekki við að flugmaðurinn segi manni hvert við séum að fljúga og í hvaða hæð við erum o.s.frv. Hverjum er ekki drullusama?
Fyrir c.a. mánuði tók Iceland Express síðan í notkun ferðafélagann svokallaða, en það er lítið tæki sem maður getur leigt um borð. Í ferðafélaganum er hægt að spila leiki, horfa á myndir og hlusta á tónlist. Ég hef ekki séð gripinn en ég veit að dönsku þættirnir Klovn eru m.a. í boði og það er nú ekki leiðinleg afþreying!
Áfangastaðir: Hér hallar aðeins á Express af tveimur ástæðum, London og Frankfurt. Stansted flugvöllur er ekki í London og Hahn er ekki í Frankfurt. Ekki frekar en Keflavík er í Reykjavík svosem . Icelandair lendir á Heathrow, sem er í London, og á Frankfurt flugvelli. Sem er jú í Frankfurt. Að vísu ætlar Express að fara að að fljúga til Gatwick í haust, sem er talsvert betri kostur en Stansted.
Það er ljóst af þessari upptalningu minni að ég hef heldur litlar mætur á Icelandair. Ég held að það sé kannski fyrst og fremst vegna þess að félagið er alltaf að rembast við að vera eitthvað annað en það er. Þegar grannt er skoðað er félagið nefnilega ekkert annað en lággjaldaflugfélag sem er hunddýrt að ferðast með. Rétt eins og Iceland Express.
Flokkur: Ferðalög | 22.6.2008 | 16:00 (breytt 5.7.2008 kl. 21:16) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HUNDDÝRT: Hvar lærðir þú eiginlega að skrifa, varla kennir þú nemendum þínum svona slangur
Eiríkur Harðarson, 22.6.2008 kl. 23:12
Afþreying er eitthvað sem maður á ekki að borga fyrir á flugi þegar maður er hvort eð er með æpodd og fartölvu með dvd-spilara, sem maður hlustar á með rándýru fónunum úr in-ear-kerfinu sinu. Það skákar gömlum Joey-þáttum í 12" sjónvarpi.
Svo hef ég aldrei fengið ætan bita hjá Icelandair, mun skárra að smyrja sér bara nesti ellegar kaupa sér laxaloku í flugstöðinni á okurprís.
En varðandi seinkanir, eins og þá sem varð til þess að þið misstuð af Prince (sem er jú sorglegra en égveitekkihvað), þá hefur það gerst ótal sinnum hjá Icelandair. Er kunnugt um allnokkra starfsbræður okkar sem hafa misst af konsertum úti vegna seinkana hjá Icelandair og hvorki fengið útskýringar né afsökunarbeiðni.
Ingvar Valgeirsson, 23.6.2008 kl. 19:05
Flaug með Icelandair á Billund fyrir nokkrum árum fluginu seinkaði um 10 tíma heim. Þá var mér sagt að Iceland air væru kallaðir "leiter" þar og Grænlandsflugið "meibíer".
Guðbjörg (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:22
Þú og þínir viðkvæmu bragðlaukar
"en oftar en ekki er "dýrðin" ekki beysin; soðin skinka í bland við soðinn kjúkling."
golli (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 05:35
Ég get nú um margt verið sammála þér. Mér finnst reyndar mjög gott að fljúga með Flugleiðum, geri það oft en reyndar er Bandaríkjaflugið mun skárra en evrópuflugið. Hinsvegar er ég algerlega sammála þér með afþreyingakerfið. Sjálfshólið er þvílíkt að mér finnst að manni ætti að vera borgað fyrir að sitja undir því!
Besta "in flight entertainment system" sem ég hef komist í var með flugi með South African Airways frá Jóhannesarborg til Frankfurt. Alger snilld sem að lætur Flug - Leiðir líta út eins og þeir séu að reka Reykjavík - Flúðir rútuna.
En reyndar er ég þeirrar gæfu aðnjótandi að ég get sofnað áður en þeir loka dyrunum og sofið af mér flugtak og lendingu.
Heimir Tómasson, 25.6.2008 kl. 17:36
J´a j´a svo m-rg voru /au or[ lati minn. Ég get veri[ /ér sammála um margt sem /ú segir um Icelandair. Flaug me[ /eim sem oftar um daginn til Frankfurt og ta[an me[ Royal Jordaniian til Amman og sí[aaan Jjjemen. Ekkert líkt í lúxus. Icelandair eins og gripaflutningavŕl.
Guðrún Olga Clausen, 26.6.2008 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.