Smá leiðrétting

Aftan á Fréttablaðinu í dag er aðeins minnst á hljómsveitina Á móti sól og Magna okkar. Það er allt gott og blessað, fyrir utan að í þessum stutta texta tekst blaðamönnum að koma fyrir tveimur villum, sem mig langar að leiðrétta hér og nú.

Í fyrsta lagi segir að platan sem við erum að vinna núna, og kemur út í nóvember, sé fyrsta plata okkar með frumsömdu efni síðan árið 2001. Það er ekki rétt. Platan Fiðrildi kom út sumarið 2003, og náði gullsölu, en sá árangur varð til þess að Skífan ákvað að rifta samningi við okkur (!). Síðan þá höfum við selt 30 þúsund plötur (ég veit að þetta kemur málinu ekkert við, en það er bara svo ferlega skemmtilegt að segja frá þessu, ég þreytist aldrei á því Wink). Aukinheldur má tína til að safnplatan okkar, Á móti sól í 10 ár sem kom út fyrir 2 árum, innihélt 3 ný lög.

Í öðru lagi segir að Magni hafi gengið til liðs við bandið 2001. Þar skeikar tveimur árum, hann kom á mölina haustið 1999.

Annars er þetta fín frétt Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Já Heimir minn rétt skal vera rétt.

Eiríkur Harðarson, 25.7.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband