Eitthvað að frétta?

Ég fór á Vísi.is í morgunsárið til að kanna hvort eitthvað væri að frétta úr þjóðlífinu. Vitlaus sem ég er ber ég alltaf ákveðna von í brjósti um að eitthvað markvert mæti mér á síðum netmiðlanna; t.d. að norski forsætisráðherrann minn hafi ákveðið að gera eitthvað í efnahagsmálunum, sést hafi til Samfylkingarinnar, krónan hafi styrkst, eða að Björn Bjarnason hafi gert eitthvað af viti.

En á hverjum degi mæta vonbrigðin mér, í formi innihaldslítilla ekkifrétta.

Fyrirsagnir dagsins eru m.a: Krónan veikist enn, Dópistar í Keflavík, Amy Winehouse í annarlegu ástandi og Stripplingar trufluðu landsleik í Póló.

Það vildi ég, að ég hefði áhyggjurnar ykkar Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ber þó að þakka stripplingunum að eitthvað nýtt var í fréttum. Hitt er daglegt.

Ingvar Valgeirsson, 28.7.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband