Útvarp Umferðarráð

...finnst mér eitthvert leiðinlegasta útvarpsefni sem um getur. Þó verður maður að gera ráð fyrir því að það geri eitthvað gagn, t.d. má væntanlega að einhverjum hluta þakka því hve vel umferð gekk um nýliðna verslunarmannahelgi.

Ég greindi nýjar áherslur í áróðri Umferðarráðs fyrir þá helgina. Þetta árið snerist ekki allt um að taka því rólega (gangið hægt um gleðinnar dyr, þetta kemur allt með kalda vatninu og þeir frasar allirSick), heldur var sjónum fólks einnig beint að því að of hægur akstur leiðir oft af sér pirring sem síðan getur endað með óvarlegum framúrakstri. Staðreynd sem allir nema Umferðarráð hafa svosem alltaf vitaðWink. En engu að síður fannst mér það gott framtak að benda ökumönnum á að reyna að halda sig sem næst hámarkshraða.

Ég þurfti t.d. sjálfur að skondrast aðeins á þjóðvegi nr. 1, þó ég hafi varið stærstum hluta helgarinnar í Vestmannaeyjum, og ég man varla eftir jafn áreynslulausum bíltúr um verslunarmannahelgi. Bílalestin rann til Reykjavíkur á 90-100 Km. hraða og ekkert um óvarlegan framúrakstur. Enda ekki ástæða til. Loksins!

Ástæða þess að ég viðra þessi óspennandi mál er sú að sýslumaðurinn á Selfossi vill lækka hámarkshraðann á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss, úr 90 í 70. Dettur einhverjum öðrum í hug að það verði til góðs? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Mér finnst þetta mjög varasamt.... ég verð klárlega ekkert nema pirruð þegar hæfilega hröð umferð fer allt í einu að lækka hraðan um 20 km/klst.

Held að þetta sé varla the way to go...!?!

en já ég á náttúrulega líka bara að vera læra núna, þannig að það er best að ég tjái mig ekkert meira um þetta.

Góður punktur hjá þér samt Heimir!

Anna Sigga, 12.8.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ekki viss um að þetta sé lausnin

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:53

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Maðurinn VERÐUR einhvern veginn að sýna vald sitt, sama hve VITLAUSAR hans hugmyndir eru. Enda ekki kallaður "þrífótur" að ástæðulausu.

Eiríkur Harðarson, 12.8.2008 kl. 12:58

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég er ekki alveg sammála ykkur þarna. Ég vil láta minnka hámarkshraðann þarna tímabundið. Svo þegar þessi vegur verður loks fær ökutækjum þá vil ég fá hámarkshraðann upp aftur. Ég sé nákvæmlega ekkert að því að keyra einhvern 3-4km kafla á 70 í staðinn fyrir 90. Mér liggur sjaldnast það mikið á og ef mér liggur meira á, þá brýt ég hraðatakmörkin hvort eð er.

Heimir Tómasson, 12.8.2008 kl. 15:16

5 identicon

Ég held ég hallist að skoðun hans Heimis hér á undan. Þegar hámarkshraði er lækkaður tímabundið af einhverjum ástæðum, hvort sem það eru vegaframkvæmdir, tímabundin umferð malarflutningabíla o.s.frv. þá virða flestir ökumenn það vegna þess að þeir vita að um er að ræða ákveðinn tiltekinn kafla sem tekur enda. Ég gæti trúað að það sama myndi gilda um þetta svæði. Þetta er ekki langur kafli. Hvað tekur langan tíma að keyra milli Hveragerðis og Selfoss ( orðin svo norðlensk að ég er búin að gleyma )

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:18

6 identicon

Ef slík lækkun hámarkshraða verður til þess að draga úr slysum á þessari leið er það vel þess virði. Að keyra á 70 km hraða á milli Selfoss og Hveragerðis í stað 90 km hraða lengir ferðina aðeins um 2 mínútur. Hverjum munar um það?

Njörður (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:25

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Miðað við fréttir sjónvarpsins í gær, þá er Sýsli að tala um allan kaflann milli Hveragerðis og Selfoss. Það eru rúmir 12 kílómetrar. Ég held að það muni aldrei ganga að lækka hraðann á svo löngum kafla niður í 70.

Heimir Eyvindarson, 12.8.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband