Ég hef í gegnum tíðina haft gaman af því að fylgjast með ólympíuleikum í sjónvarpinu. Er alinn upp við það má segja, er t.d. minnisstætt þegar mamma kveikti í húsinu meðan hún horfði á listdans á skautum, snemma á 9. áratugnum.
Önnur æskuminning tengd ólympíuleikunum er bangsaruslið sem sovéski sendiherrann færði mér, barni kommúnistans, í aðdraganda leikanna í Moskvu 1980. Ég man líka hve dolfallin við vorum þegar við horfðum á glæsilega setningarathöfnina í Moskvu, í litla Sanyo litasjónvarpinu sem systir mín hafði þá nýverið fjárfest í, í óþökk foreldranna. Meira að segja pabbi gaf sér tíma til að líta upp úr Tolstoj og kveða upp úr með það að svona sýningu gætu vesturveldin, sem sniðgengu leikana þetta árið, aldrei sett á svið. Svo kveikti hann aftur í pípunni og fór að fletta Þjóðviljanum.
Leikarnir í Barcelona 1992 eru þó þeir ólympíuleikar sem ég man hvað best eftir, enda bar svo til um þær mundir að ég var fótbrotinn og hafði því lítið betra við tímann að gera en að glápa á dýfingar, skotfimi og annað skemmtiefni sem Rúv hafði upp á að bjóða. Mér líkaði lífið, þrátt fyrir fótbrotið, býsna vel á meðan á leikunum stóð því útsending Rúv var til mikillar fyrirmyndar. Samúel Örn og Ingólfur Hannesson lýstu frjálsum íþróttum af mikilli þekkingu, Jónas Tryggvason var ekki síðri í lýsingum á fimleikum, dýfingum o.fl. og svo var handboltalandsliðið í banastuði.
Núna, 16 árum seinna, er handboltalandsliðið enn í stuði og Samúel Örn stendur sig vel í að lýsa frjálsum íþróttum, en annað er einhvernveginn bara heldur ómerkilegra en ´92 ef eitthvað er. Mér finnst þulir Rúv upp til hópa óspennandi og viðtölin sem þeir taka undarlega kjánaleg mörg hver. Svo finnst mér einhvernveginn útlitið allt og umgjörðin klén, svo ekki sé meira sagt. Svona næstum því eins og á Omega, Polsat og slíkum stöðvum.
Ég skipti af rælni yfir á norska ríkissjónvarpið í gær, sem býður nú almennt upp á eina þá alleiðinlegustu sjónvarpsdagskrá sem fyrirfinnst í vestrænum löndum trúi ég, og ég stóð mig að því að horfa dolfallinn á frábæra umfjöllun þeirra um allskonar íþróttagreinar í hartnær 3 klukkutíma. Og skemmti mér konunglega - rétt eins og ´92! Þátturinn var stórskemmtilegur og vel unninn, og þulirnir hver öðrum betri.
Þegar ég loks áttaði mig á því að það var komin niðdimm nótt, og ég hafði gleymt mér yfir norsku sjónvarpsprógrammi, ákvað ég að gamni að tékka á hinum stöðvunum í mínu sjónvarpstæki sem sýna frá ÓL; sænska sjónvarpinu, danska sjónvarpinu og Eurosport, og það er skemmst frá því að segja að allar þessar stöðvar hafa, líkt og kollegar þeirra í Noregi, áttað sig á því að það er ekki ennþá 1992.
Þegar norðmenn fatta svoleiðis hluti á undan okkur, þá er eitthvað að.
Flokkur: Íþróttir | 19.8.2008 | 23:58 (breytt 21.8.2008 kl. 09:52) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú horfi ég ekki á Norskt sjónvarp... hvað eru þeir að geras vona vel?
Ertu að segja að það sé hægt að sýna frá leikunum án þess að hafa Dolla?
Getur ekki verið félagi, getur EKKI verið!
Þórður Helgi Þórðarson, 20.8.2008 kl. 13:03
Heimir, þú hefur ekki horft á skíðaskotfimi frá Barcelona '92. Ekki nema þú hafir verið á ansi góðum verkjalyfjum.
Sævar (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 16:43
Ég vona að pabbi þinn hafi horft á setningarathöfnina hjá þeim í Peking. Það var nú aldeilis magnað !!! Bið að heilsa félaga Eyvindi.
Eyþór Árnason, 20.8.2008 kl. 21:50
Skila því .
Heimir Eyvindarson, 20.8.2008 kl. 22:28
Sælinú heimir. Ég verð að taka undir með Sævari, mjög skrýtið á Ól 92.
En það sem stendur uppúr á þessum leikum er magnað hugarfar/ástand á einum af strákunum okkar. Þvílíkar fílósoffíur. þessi viðtöl við manninn, eftir hvern leik eru dáltið súr. Hver er/var t.d. þessi Merfíus?? Þeir eru kannski að tala sama málið Ólafur og Eyvindur Erlendsson.
Þetta eru allavega ekki þessi "normal" viðtöl um að þeir hafi gefið sig 120% í leikinn............bla....bla.
Heimir, nú er rétti tíminn til að gefa út stuttmyndina þar sem ljárinn var brýndur full vel.
Golli (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 22:39
Hahahaha! Já alveg rétt! Ætli fari ekki bara að koma tími á hana.
Heimir Eyvindarson, 20.8.2008 kl. 23:08
Já já Sævar, þetta með skíðaskotfimina passar ekki alveg við sumarleikana í Barcelona - ég viðurkenni það. Ég ætti kannski bara að breyta þessu......
Heimir Eyvindarson, 21.8.2008 kl. 09:51
Hef ekki hundsvit á Ol eða öðru útlimasprikli en skiptu pípureykingunum út fyrir mini-skákmót við eldhúsborðið í tíma og ótíma og þá hefurðu mín uppeldisskilyrði í hnotskurn. Fékk engan bangsa samt :(
Norsk rigskringkastning (NRK) ætla ég ekki að tjá mig um - skilst að maður geti verið sóttur til saka fyrir ummæli sín í kommentakerfinu líkt og á manns eigin bloggi............
Soffía Valdimarsdóttir, 21.8.2008 kl. 10:55
ótrúlegt hvað maður getur fest yfir ólympíuleikum...horfði á 50 km skíðagöngu einu sinnni á rúv...þetta var á vetrarleikunum 1997 minnir mig í Lillehammer....Varð svona líka spennandi...minnir að Björn Dhaeli eða hvað sem hét hafi unnið með því að reka annan fótinn fram þegar hann fór yfir marklínuna hársbreidd á undan hinum....Horfði líka á um daginn Fimleikana....þulirnir algjörir snillingar...hvísluðu allann tímann..
maggitoka (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.