Enn fer Björn á kostum

Hatur Björns Bjarnasonar á Baugi er alþekkt og nú hefur það tekið á sig enn eina skrípamyndina. Á bloggsíðu sinni sér Björn ástæðu til þess að gera lítið úr fjármálaviti Baugsmanna, í kjölfar þess að Nyhedsavisen danski, sem Baugur átti hlut í, lagði upp laupana.

Ég er ekki aðdáandi Baugsfeðga eða þeirra veldis, er reyndar alveg sama hvað þeir aðhafast, en ég verð að segja að mér finnst heldur ósmekklegt af ráðherra í ríkisstjórn Íslands að hlakka yfir óförum íslenskra fyrirtækja á opinberum vettvangi!!! Finnst öllum það í lagi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Jamm Björn er ótrúlegur hvað þetta varðar, ég held reyndar að hann ahldi sjálfur að hann sé að skrif þetta undir rós, en það sér hver einasti maður sem ekki er blindaður af rétta flokksskírteininu að hann leggur þá feðga í einelti, og lætur í það skína sem oftast að hann álíti þá vera óprúttna glæpamenn, sem sést best á því að hann er búinn að eyða miljónum af fé skattborgara við að reyna finna á þá sakir af nánast öllu tagi.

Það má vel vera að þeir feðgar séu ekki neinir englar, en fyrr má nú rota en dauðrota....

Eiður Ragnarsson, 3.9.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband