...eru hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda. Eflaust er tilgangur samtakanna göfugur og sjálfsagt láta þau eitt og annað gott af sér leiða, en þau kynni sem ég hef af samtökunum eru einungis tengd yfirlýsingum sem þau senda frá sér. Þar sem um stór og voldug samtök er að ræða rata slíkar samþykktir og yfirlýsingar nefnilega oftar en ekki í fréttirnar.
Maður skyldi ætla að í hagsmunasamtökum af þessu tagi væri að finna alla helstu viðskiptasnillinga landsins, en yfirlýsingar samtakanna bera þess þó ekki alltaf merki. Á dögunum komust samtökin t.d. að þeirri niðurstöðu að réttast væri að leggja Íbúðalánasjóð niður! Ég sem hélt að m.a.s. hörðustu frjálshyggjukjánarnir hefðu vit á því að láta kreppuna, sem að talsverðum hluta skapaðist af því hvernig bankarnir gengu um fasteignamarkaðinn, líða hjá og gleymast áður en þeir færu að þvaðra þetta á nýjan leik!
Til upprifjunar: Bankarnir komu inn á fasteignamarkaðinn árið 2004, ef ég man rétt, og þeirra meginmarkmið var leynt og ljóst að bola Íbúðalánasjóði út af markaðnum. Boðið var upp á rúmlega 4% vexti og hámark lána hækkaði umtalsvert. Áhrifamenn af hægri vængnum kepptust síðan við að koma í fjölmiðla og benda fólki á hversu vel bankarnir yllu þessu nýja hlutverki sínu og krafan um að leggja niður Íbúðalánasjóð varð ansi hávær. Fyrir einhverja Guðs mildi kom þó ekki til þess.
Við þessa kröftugu innkomu bankanna varð sprenging á fasteignamarkaði og húsnæðisverð rauk upp úr öllu valdi. Enginn græddi í raun á því nema bankar og fasteignasalar, sem þóttu nú með fínni mönnum. Svo fínir að myndir af þeim birtust reglulega á forsíðum glanstímarita! Þessi brjálæðislega þensla sem við munum vonandi öll eftir varð svo skyndilega að kreppunni sem við búum við í dag og hvernig standa bankarnir sig þá á fasteignamarkaði? Þeir halda að sér höndum, lána nánast ekki neitt og aukinheldur er nú smáa letrið að koma í ljós. Lán sem tekin voru á rúmlega 4% vöxtum á sínum tíma bera nú skyndilega orðið allt upp í 8% vexti og sitthvað fleira skemmtilegt mætti nefna.
Ég er einn af þeim sem tók fasteignalán hjá banka haustið 2004 og ég man hvað gylliboð þjónustufulltrúans sem reyndi að sannfæra mig um að taka lán á breytilegum vöxtum hljómaði spennandi, á tímum bullandi góðæris. Sem betur fer hafði ég rænu á að taka ekki sjénsinn á því, en eflaust hafa margir hoppað á þetta ómótstæðilega tilboð.
Ég held að allir sem vilja skoða málin af sanngirni hljóti að sjá það að bankarnir eru ekki tilbúnir til að taka við hlutverki Íbúðalánasjóðs. Bitur reynslan sýnir það svart á hvítu. Eins má benda fólki á reynslu Bandaríkjamanna af slíkum æfingum. Þessvegna finnst mér furðulegt að sérfræðingar í viðskiptum skuli leggja aðra eins vitleysu til.
En þá verður mér hugsað til greiningadeilda bankanna. Þar skyldi maður ætla að helstu sérfræðingar landsins í efnahagsmálum störfuðu. Þeir sáu kreppuna aldrei koma fyrr en hún skall í andlitið á þeim. Afhverju enn er leitað álits hjá því fólki er mér fyrirmunað að skilja.
Flokkur: Bloggar | 13.9.2008 | 20:49 (breytt kl. 20:51) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
SA eru hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda, þar á meðal fjármálafyrirtækja, því tala þeir fyrir hagsmunum atvinnurekenda, þó að við almenningur þyrftum að blæða fyrir. Auk þess er SA stjórnað af íhaldinu og flestir vita um þeirra einkavæðingadrauma.
Annað líkt dæmi má nefna. LÍÚ ver kvótakerfið með kjafti og klóm fyrir sína félagsmenn, þó fólk sé flest sammála um ósanngirni og galla þess kerfis. Hagsmunasamtök hugsa ekki um heildina heldur aðeins um sinn þrönga hóp. Gallinn er auðvitað sá að svo virðist sem að slík hagsmunasamtök hafi meiri áhrif á stjórn landsins en við sem kjósum fulltrúa til að stjórna landinu á fjögurra ára fresti.
Njörður (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.