Bjarni Harðar

Bjarni Harðarson alþingismaður heldur því fram á bloggi sínu, og annarra, að ástæðan fyrir því að íslenskt viðskiptalíf sé ekki verr statt en raun ber vitni sé sveigjanlegt gengi íslensku krónunnar. Ég endurtek: sveigjanlegt gengi íslensku krónunnar.

 

Eigum við semsagt að þakka fyrir það að krónan hefur hrapað um 40-50% að undanförnu?

 

Má ég minna á að Bjarni er alþingismaður.......Sick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Bjarni hefur alveg rétt fyrir sér. Sennilega væri réttara að orða það þannig að um sé að ræða sveigjanleika hagkerfisins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heimir passaðu þig á að DO slái þig ekki,,leiftursnöggt"í höfuðið.

Eiríkur Harðarson, 23.9.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hjörtur: Þú segir að Bjarni hafi rétt fyrir sér. Þar erum við ósammála. Það að tala um þann gríðarlega óstöðugleika sem hlýst af því að ríghalda hér í ónýta mynt - sem er n.b. svo slöpp að það eitt að tala illa um hana fellir hana, skv. seðlabankastjóra - sem sveigjanleika er hjákátlegt. Það er mín skoðun, ég fullyrði ekkert um að ég hafi rétt fyrir mér.

Eiríkur: Já ég er lýðskrumari, ég veit það

Heimir Eyvindarson, 23.9.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er reyndar margt til í þessu. Þegar krónan er lág er það gott fyrir útflytjendur. Þegar hún er há er það gott fyrir innflytjendur. Til dæmis er nú lag að flytja út glæsibílaflotann, hjólhýsaþyrpinguna og ýmsan annan munaðarvarning til að styrkja gjaldeyrisforðann...

Annars er, og það ekki í fyrsta skipti, í fréttum í dag að forsvarsmenn ESB segi að upptaka Evru sé ekki raunhæf án aðildar að ESB. Þar með finnst mér Evran vera komin af dagskrá.

Ingvar Valgeirsson, 24.9.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband