Það er gott að búa í Hveragerði

Ég fékk bækling inn um lúguna í vikunni þar sem þetta kemur fram.

Ég vissi reyndar að hér er gott að búa og þurfti svo sem engan bækling til að segja mér það, en ég fletti honum nú samt - og fannst hann flottur.

Síðan fór ég að velta fyrir mér hvað væri svona gott við að búa hérna og fór því sambandi í huganum yfir fjölmörg samtöl sem ég hef átt við fólk sem ég hef hvatt til að flytja hingað. Ég hugsa að ég hafi alltaf í þeim samtölum tiltekið það fyrst af öllu að hér sé gott mannlíf. Það er einhvernveginn svo að hér í bænum er góður andi, nýju fólki er vel tekið og það er mikil samheldni meðal íbúanna. Það er í það minnsta mín upplifun. Síðan hef ég nefnt að hér sé góður skóli. Ég fer ekki ofan af því að grunnskólinn er góður, fyrst og fremst vegna þess að þar starfar afburða fólk. Aðstaðan er í raun ekki eins og best verður á kosið - jafnvel þó annað sé fullyrt í bæklingnum góða.

Aðstaða til íþróttaiðkunar er ekki heldur nægilega góð, því miður. Sundlaugin er að vísu glæsileg - svo langt sem það nær, en hún er komin til ára sinna og eitt og annað þar uppfrá er ekki eins og best verður á kosið. Ég veit reyndar að þau mál eru í sérstakri skoðun hjá bæjaryfirvöldum - og fagna því.

Hér er hægt að æfa sex íþróttagreinar, en þær eru auk sundsins; fótbolti, körfubolti, blak, badminton og fimleikar. Hér er íþróttahúsið svo heimskulega hannað að ekki er löglegt að spila þar handbolta þannig að maður verður að búa við það að börnin manns sprikli í körfubolta - sem útaf fyrir sig er náttúrlega skandall! Enda alveg á mörkunum að hægt sé að kalla körfubolta íþrótt - a.m.k. samanborið við hina göfugu þjóðaríþrótt handboltann. En það er nú önnur saga Wink.

Þar fyrir utan er íþróttahúsið einfaldlega allt of lítið og löngu sprungið. Sonur minn 15 ára æfir t.d. körfubolta og þeim er m.a. boðið upp á að æfa kl. 6.30 á morgnana, af því að annar tími er ekki laus! Hann æfir líka fótbolta og þar fá þeir þrjár æfingar í viku á gervigrasbleðlinum við grunnskólann, sem ég veit ekki betur en KSÍ hafi skaffað bænum. Það er heldur naumt skammtað og ekki einu sinni hægt að réttlæta með því að hér borgi unglingar minna fyrir íþróttaiðkun en í bæjarfélögum þar sem aðstaða er betri. Því fer fjarri.

Fólk má ekki halda að ég sé að tuða yfir bæjarstjórninni, enda er þetta ástand ekki einni bæjarstjórn að kenna. Síður en svo. Hér virðist einfaldlega hafa verið viðvarandi ákveðið metnaðarleysi - og skammsýni kannski verið of einkennandi. Ég hef t.d. áður tjáð mig um það að mér sýnist að hér hafi vantað alla framtíðarsýn í skóla- og íþróttamálum í gegnum tíðina. Í því sambandi hef ég furðað mig á því hversvegna bærinn reyndi ekki að eignast t.d. Fagrahvammslandið og gamla hótelið, á sínum tíma. Þá ættum við samfellt svæði á besta stað í bænum þar sem leikskóla, grunnskóla, sundlaug og tvö íþróttahús væri að finna og þyrftum ekki að vera að pæla í því að hola niður íþróttahúsi uppi í dal. 

Þessum atriðum hef ég ekki haldið á lofti í samtölum mínum við fólk sem sýnt hefur því áhuga að setjast hér að. Ekki heldur þeirri staðreynd að hér rignir meira en mér hafði dottið í hug að væri fræðilega mögulegt Wink. Ég held frekar áfram að mæra mannlífið og halda því á lofti sem vel er gert. Vona að þið gerið það líka, því það er svo sannarlega gott að búa í Hveragerði - þó alltaf megi gera beturSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þú ert bara svona grínfullur í góða veðrinu Heimir minn!

Gaman að því.............

Soffía Valdimarsdóttir, 2.10.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heimir minn það er MIKLU betra að búa á Selfossi, sem þú getur vel séð ef þú lest pistil minn þann 09. Janúar 2008. Samt vil ég nefna að ,, hverjum þykir sinn fugl/bær fagur/fegurstur" og þó við ætlum að halda Landsmót U.M.F.Í. hér árið 2010 eða 2012 að mig minnir. Þá er nú harla lítið byrjað að gerast í þeim íþróttamannvirkjamálum, sem þurfa MIKLA upplyftingu svo ekki sé nú talað um samgöngumálin og almennt gatngerðarmálin.

Eiríkur Harðarson, 2.10.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

sem útaf fyrir sig er náttúrlega skandall! Enda alveg á mörkunum að hægt sé að kalla körfubolta íþrótt - a.m.k. samanborið við hina göfugu þjóðaríþrótt handboltann. En það er nú önnur saga.

Það er náttúrulega bara skadall að bærilega vel gefinn maðurinn segi svona vitleysu!!!!!

Handbolti göfug þjóðaríþrótt? sveittir fullvaxta karlmenn í faðmlögum með klístur á höndum til að geta leikið sér með bolta sem er álíka og brennó boltarnir sem 7 ára stelpur nota til að verpa eggjum.

Göfugt puhhh húmbúkk!

Þú þarft að mæta á leiki hjá syni þínum til að sjá fegurðina í körfunni, þar snýst allt um tækni og leikni ekki hver er sterkastur og er bestur í að slást!

Þórður Helgi Þórðarson, 2.10.2008 kl. 17:44

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Doddi, Doddi, Doddi - þú ert nú meiri rapparinn!

Heimir Eyvindarson, 2.10.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Körfuboltinn varð nú að sameinast Selfossi um tíma því þar var parket, en það er eiginlega það eina sem er fallegt við körfuboltann þ.e.a.s. parketið !!!!!

en sammála hér er mikið að góðu og skemmtilegu fólki  og frábær skóli

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.10.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já alveg rétt, hvernig var með þessar "parketreglur" - eru þær ekki lengur í gildi?

Heimir Eyvindarson, 2.10.2008 kl. 18:55

7 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Svo ég vitni í helstu handboltahetju heims: bíbb

Þórður Helgi Þórðarson, 2.10.2008 kl. 19:08

8 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hehehe

Heimir Eyvindarson, 2.10.2008 kl. 21:01

9 identicon

Fallegur pistil 

 En ég hrökk í kút þegar ég sá að drengurinn er orðin 15 ára!!!

ÚFF..........gulp..............miskun.

Golli.

Golli (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:09

10 identicon

Ég á afskaplega góðar minningar um Hveragerði. Ég er af kynslóðinni sem fékk á æskuárunum reglulegan sunnudagsrúnt ýmist til Þingvalla eða  Hveragerðis. Ég elska líka græna litinn þar (rigningin gæti átt þátt í honum). En það er þetta með skammsýnina þegar kemur að skipulagsmálum. Mesta meinið í skipulagsmálum er að það er alltaf verið að skipuleggja lóðir en gleymist að skipuleggja heildir. 

bestu kveðjur úr norðrinu  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:18

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

"Grunnskólinn er góður, fyrst og fremst vegna þess að þar starfar afburða fólk" - ég held þú sért ekki alveg hlutlaus þarna...

Ingvar Valgeirsson, 7.10.2008 kl. 12:52

12 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hehehehehe

Heimir Eyvindarson, 7.10.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband