Norðmenn eru toppmenn

Jens Stoltenberg hafði í dag samband við landa sinn Geir Haarde og áréttaði að það væri ekkert mál að lána okkur 500 milljónir evra!

Ég mun af þessu tilefni láta af þeim ósið mínum að rita Norðmenn með litlum staf.

Heia Norge!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"hafði í dag samband við landa sinn Geir Haarde áðan" Hvar lærðir þú að orða hlutina svona vel? Maður gæti haldið að þú hefðir orðið fyrir ákv. áhrifum.......

Inga Lóa Hannesdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Anna Sigga

já þú verður að fara tríta þá betur :)

Anna Sigga, 7.10.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála þér Inga Lóa, svona mönnum nægir líka yfirleitt aðeins eitt ástarbréf. En svo var það líka sagt um Þórhall Ásgrímsson Elliða-Grímssonar að fjórðungi brygði til fósturs. En Þórhallur var fóstri (uppeldissonur) Njáls á Bergþórshvoli og lagarefur eins og hann.

Árni Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 23:33

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Mér hefur fundist STÓRskrýtið hve langt er síðan að þessi lánsfárkrísa hófst, minnir að fjölmiðlar hafi verið byrjaðir að tala um þetta í júní. Ekkert var að manni virtist, gert í málinu fyrr en allt hékk fram af brúninni.

Eiríkur Harðarson, 8.10.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já, já Inga Lóa, ég er búinn að laga. Gleymdi að geta þess. Takk fyrir mig .

Heimir Eyvindarson, 8.10.2008 kl. 11:57

6 identicon

Það er alveg á hreinu að norðmenn eru ekki að fara að gefa okkur neitt þetta lán ef við tökum það á eftir að bíta okkur fast í rassinn við flúðum frá noregi fyrir tæpum 1200. árum og ég mun aldrei samþiggja sem ÍSLENDINGUR neitt frá norðmönnum þá læri ég frekar rússnessku og samþiggur leyfi handa þeim að nota aðstöðuna sem bandaríkjamenn skildu eftir.

þurfum svo að halda fund

kv Sæmi

Sæmi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:40

7 identicon

ég biðst afsökunar á stafsetningarvillunum á undan

kv Sæmi

Sæmi (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:41

8 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það er samþiggt/samþegið....eða sama og þegið?

En fund verðum við að halda, það er klárt .

Heimir Eyvindarson, 8.10.2008 kl. 18:11

9 identicon

Krísufund??

Golli

golli (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:53

10 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já Golli - Why not? Krísufundur er góð hugmynd

Heimir Eyvindarson, 14.10.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband