Þessu átti ég ekki von á!

Hér er allt í rúst eins og menn vita og málin meira að segja orðin það alvarleg að slegið hefur í brýnu milli okkar og Breta. Breska heimsveldið hefur að því er virðist beitt okkur tilefnislausu harðræði og það eina sem Geir Hilmar hefur um málin að segja er að engan hafi nú órað fyrir að þetta eða hitt myndi fara svona eða hinsegin - og bætir iðulega við að allt verði komið í eðlilegt horf á morgun!

Ég setti því saman lítið vísukorn, í orðastað norðmannsins knáa.

Hér er allt í heljarinnar klessu

heimsveldið vill tafarlausa borgun

Mig óraði nú ekki fyrir þessu

en eflaust verður allt í lagi á morgun 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Glæsilegt!

Soffía Valdimarsdóttir, 14.10.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Jáhá

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.10.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Góður

Heimir Tómasson, 14.10.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband