Skoðanakúgun?

Á Alþingi í dag sagði Össur Skarphéðinsson að Samfylkingin léti ekki beita sig skoðanakúgun og svaraði þar þeim Guðna Ágústssyni og Steingrími J. sem gagnrýndu að Samfylkingin gerði Evrópusambandsaðild að umræðuefni við núverandi aðstæður.

Össur benti á að Íslendingar væru ekki í þeirri stöðu sem nú er upp komin ef þeir hefðu gengið í ESB og tekið upp evruna. Samfylkingin hefði lengi verið hlynnt ESB-aðild og flokkurinn hlyti að mega leggja sín viðhorf fram.

Ég vildi gjarnan spyrja Össur hvernig stendur þá á því að þessu meginstefnumáli flokksins var ýtt til hliðar þegar Samfylkingin samdi um stjórnarsamstarfið. Það verður að teljast alveg furðulegt, í ljósi þess hve mikilvægt mál ESB aðildin er að mati Össurar. Var flokkurinn beittur skoðanakúgun í stjórnarmyndunarviðræðunum, eða gleymdist þetta aðalmál bara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góður punktur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Datt í hug að þú hefðir mögulega eilítinn vott af áhuga á þessari grein:

http://www.visir.is/article/20081015/SKODANIR03/549777207/-1

Ingvar Valgeirsson, 15.10.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nákvæmlega það sem maður hefur spurt sig alveg frá því þessi stjórn var mynduð. Svarið sem ég hef gefið mér er að Samfylkingin hafi í raun bara ætlað sér í stjórn sama hverju þyrfti að fórna. - Ekki smart!

Soffía Valdimarsdóttir, 15.10.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband