Sé þig seinna

Í dag, fimmtudaginn 16. október, er komið að því að hljómsveitin Á móti sól sendi frá sér nýtt lag. Lagið er það þriðja sem við sendum frá okkur á árinu, hin tvö eru Árin; sem ég samdi sjálfur og Til þín; sem Magni samdi.

Lagið heitir Sé þig seinna og er heldur léttara en síðustu tvö lög okkar, enda ekki við hæfi á þeim erfiðu tímum sem yfir þjóðina ganga um þessar mundir að drekkja þjóðinni í tregafullum ástarsöngvum. Lagið er eftir mig og verður frumflutt í þætti Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni kl. 10.30, eftir að við Ívar höfum skipst á athugasemdum um efnahagsástandið og fleira sem brennur á okkur Wink. Það er áralöng hefð fyrir því að Ívar frumflytji lög hljómsveitarinnar og við breytum að sjálfsögðu ekki út af þeirri venju, enda íhaldssamir sveitamenn þegar allt kemur til alls.

Seinna í dag má heyra lagið hér á síðunni og á bloggsíðu hljómsveitarinnar sem hægt er að komast inná hér til hliðar. Einnig verður frá og með deginum í dag hægt að nálgast lagið, sem og flest önnur lög okkar, inn á www.tonlist.is, en nýverið tókust sögulegar sættir með okkur og forráðamönnum þeirrar ágætu síðu. Þar á bæ eru menn því í óðaönn við að setja gömlu lögin okkar inn á nýjan leik. Nú þegar eru nokkur lög komin inn aftur en það eru fleiri á leiðinni.
   
Það má að lokum bæta því við að þetta nýja lag var samið í Hveragerði í maí og tekið upp að mestu í Lundgård studios í Danmörku í júní og júlí. Viðbótarupptökur fóru síðan að venju fram í Stúdíó Sýrlandi í Reykjavík og gamla Hljóðrita í Hafnarfirði nú á haustmánuðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Georgsson

Moll?

Daði Georgsson, 16.10.2008 kl. 04:12

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Laglegt!

Soffía Valdimarsdóttir, 16.10.2008 kl. 14:30

3 identicon

Æðislega Flott lag

Björk (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Daði: Moll er bannaður um þessar mundir!

Soffía, Björk og Inga Jóna: Takk

Heimir Eyvindarson, 16.10.2008 kl. 19:12

5 identicon

Mikið var það þér líkt að setjast niður eftir miðnætti og segja frá því að þú ættir að vera í útvarpinu kl. 10 næsta morgun! Ótrúlegur! Ég er nú samt búin að hlutsta á lagið og það er flott

Heiðrún Dóra Eyvindardóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:50

6 identicon

Þetta er frábært lag. Endilega haldið áfram að semja góða tónlist.

Jan (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband