Að einangrast í einöngruðum flokki, í einöngruðu landi norður í hafi (botniði nú) er bágt hlutskipti - svo ekki sé meira sagt - en virðist þó ætla að verða hlutskipti Bjarna Harðarsonar sveitunga míns.
Íslenska þjóðin hefur löngum hlegið að fornu fasi formanns Bjarna, Guðna Ágústssonar, en nú er svo komið að Bjarni hefur tekið við aðhláturskeflinu. Er orðinn meiri einangrunar- og afturhaldssinni en sjálfur Guðni Ágústsson! Geri aðrir betur!
Það er rétt að halda því til haga að báðir þessir fornmenn eru góðir vinir foreldra minna, teljast eiginlega til fjöskylduvina, og eru báðir úrvalsnáungar þegar póltíkinni sleppir. Þar eru þeir hinsvegar á algjörum villigötum, eins og flestir eru farnir að sjá. Bjarni þó talsvert lengra utan vegar.
Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að Bjarni hafi í fúlustu alvöru lagt það til á einhverri framsóknarsamkomu um helgina að banna umræður um hugsanlega aðild að ESB að svo komnu máli. Bjarni segist hafa hugsað þetta sem stuðningsyfirlýsingu við málflutning Guðna Ágústssonar, en svo fór víst að lokum að sami Guðni sá til þess að tillaga Bjarna yrði strokuð út!
Bjarna hefur orðið tíðrætt um ESB á bloggi sínu og fundið því apparati allt til foráttu, án teljandi raka. Hann hefur einnig mært íslensku krónuna mjög og meðal annars fullyrt það að við eigum því hræi að þakka að ekki sé enn verr fyrir okkur komið en nú er!!! Að vísu hefur hann fært rök fyrir því þvaðri sínu, en þau eru sorgleg. Bjarni hefur víst einnig stungið upp á því að við leitum leiða til að losa okkur út úr EES samningnum. Ég vildi reyndar ekki trúa því að það væri satt þegar ég heyrði það, en þetta á hann víst að hafa sagt í einhverjum sjónvarpsþætti nú um helgina. Ljótt er ef satt er.
Síðan kreppan skall á hefur andúð Bjarna í garð Evrópuumræðunnar heldur vaxið og hann snýr í sífellu út úr fyrir þeim sem eru á annarri skoðun. Hans vinsælustu mótrök þessa dagana eru að það leysi ekki þann vanda sem nú steðji að okkur að ganga skrifræðinu í Brussel á hönd! Bjarni veit þó auðvitað alveg að engum dettur í hug að halda slíku fram. Það er hinsvegar staðreynd sem Bjarni verður að fara að sætta sig við, að staða okkar væri ekki eins erfið og raun ber vitni hefðum við borið gæfu til þess að ganga í ESB áður en ósköpin dundu á. Þá sætum við í fyrsta lagi ekki uppi með ónýtan gjaldmiðil, sem svo sannarlega hefur ekki verið til að bæta ástandið; þrátt fyrir lofsöng Bjarna um það ónýta glingur, og í öðru lagi nytum við liðsinnis Seðlabanka Evrópu, en ekki þess Seðlabanka sem hefur hvað minnst traust í veröld allri um þessar mundir. Þar sem annar dyggur aðdáandi íslensku krónunnar ræður einmitt ríkjum. Svo fátt eitt sé nefnt.
Síðan fregnir fóru að berast af því að hugsanlega væri vandi Íslands það alvarlegur að leita þyrfti á náðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) hefur Bjarni farið mikinn á bloggi sínu. Hann hefur fundið því allt til foráttu og skammast mjög yfir því að mönnum detti í hug að minnast á slíkt! Hefur ekki mátt heyra á það minnst, ekki frekar en ESB. Hann hefur síðan leyft sér að þvaðra um það að þeir sem vilji aðstoð IMF séu sömu vitleysingarnir og vilji hlaupa í fangið á bjúrókrötunum í Brussel - svo notuð séu hans eigin orð.
Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að ég viti hvort það er gott eða vont að leita á náðir IMF, ég veit bara að það er afleitt að vera allt í einu í þeirri stöðu að þurfa að velta því fyrir sér. Mér hefur líka skilist að aðkoma IMF sé skilyrði fyrir því að aðrar þjóðir taki þátt í að draga okkur á flot aftur. Þessvegna finnst mér fráleitur málflutningur hjá þingmanni að neita að ræða málin - og bölsótast á bloggsíðum út í þá sem hafa þroska til að gera sér grein fyrir þeirri sáraeinföldu staðreynd að það er ekki hægt að mynda sér skoðun um slík stórmál án þess að athuga a.m.k. fyrst hvað um ræðir. Það sama gildir um aðild Íslands að ESB.
Fremur en að kynna sér málin til hlítar kýs Bjarni að banna umræðu um þau! Í málflutningi sínum elur hann sífellt á ótta við það að hlutirnir séu nú svona eða hinsegin hjá IMF og í ESB. Það er alþekkt aðferð þeirra sem ekki hafa haldbær rök máli sínu til stuðnings, að ala á ótta við hið óþekkta.
Það er semsagt að mínu mati sorglega komið fyrir þessum nýja þingmanni Suðurkjördæmis, sem margir; þar á meðal ég, bundu vonir við að myndi verða ferskur, drífandi og hugmyndaríkur. Líkt og hann er í hinu daglega lífi. Þessvegna er ömurlegt að horfa upp á það að hans helsta innlegg í þá grafalvarlegu umræðu sem nú á sér stað, sé að banna umræður!
Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að Bjarni Harðarson sé versti þingmaður sem sunnlendingar hafa kosið yfir sig, enda um óþægilega auðugan garð að gresja í þeim efnum, en ég hvet hann til að girða sig tafarlaust í brók svo hann endi ekki uppi með þá nafnbót. Ég ber a.m.k. enn þá von í brjósti að hann sýni þjóðinni að það búi meira í honum en fúllyndur framsóknarhundur sem er svo logandi hræddur við heiminn í kringum sig að hann geltir í geðshræringu tóma endemis vitleysu. Sem ekki er tungnamönnum sæmandi .
Flokkur: Bloggar | 21.10.2008 | 01:04 (breytt kl. 02:11) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll; Heimir !
Síðastur manna; yrði ég til, að taka upp hanskann, fyrir Framsóknarmenn, hverjir eru jú; þriðja hjólið, undir frjálshyggju kerru ykkar kratanna, sem og Sjálfstæðismanna.
En,....... líttu í eiginn rann, Heimir minn, áður þú ferð, að sproksetja aðra, fyrir þröngsýni, til alþóðlegra sjáaldra, eða þá samskipta. Hygg; að ESB sé einhver sú lokaðasta hola, sérhagsmuna gömlu nýlenduveldanna, í Evrópu,, og gættu að, þá ófremdarástand verðlagsins í olíumálum heimsins náði hámarki, á nýliðnu sumri, þurfti Sarkozy hinn Frakkneski, að leita samþykkis Merkel kerlingarinnar þýzku, áður hann hóf viðræður, við bifreiðastjóra og útvegsmenn, heimafyrir.
Tæpast; gerðum við nokkra samninga, við Suður- Ameríku ríki, né þá Asíu ríki, upp á eigin spýtur,, helltist sú nauð yfir okkur, að lenda í spennitreyju Brussel skrifræðisins, Heimir minn.
Skoða þú; þessi varnaðarorð mín, í víðasta samhengi. Þótt fiskitorfan leiti; eidregið, um sinn,. í eina átt, þarf það ekki, endilega, að vera sú rétta.
Bið þig; fyrir góðar kveðjur, til Hátúns fjölskyldunnar allrar /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 00:35
Sæll Óskar. Kveðjunni kem ég glaður áleiðis. Takk fyrir það.
Varðandi ESB þá hef ég einfaldlega sagt að ef við hefðum verið þar inni áður en ósköpin dundu yfir þá væri staða okkar ekki eins afleit og hún virðist vera í dag. Það held ég að allir geti verið sammála um. Í þeim orðum mínum felst engin framtíðarspá að öðru leyti, enda hef ég ekki frekar en þú; eða Bjarni Harðarson vit til að spá fyrir um hana af neinu viti.
Kveikjan að skrifum mínum, og gagnrýni minni á þann annars ágæta mann Bjarna Harðar, er aðallega sú að mér finnst frámunalega kjánalegt að standa í vegi fyrir því að ræða málin. Bjarni segir í einu orðinu að hann sé hlynntur Evrópuumræðunni, en í hinu vill hann þagga hana niður! Sama gildir um málflutning hans í sambandi við IMF. Að afgreiða það mál þannig að ekki sé um að tala að ræða við sjóðinn. Semsagt að ákveða fyrirfram að skilyrðin verði svo fáránleg að ekki taki því einu sinni að tékka á því hvað sé í stöðunni er svo ótrúlega vitlaust að það er hreinlega ekki hægt að þegja yfir því.
Bestu kveðjur, Heimir
Heimir Eyvindarson, 22.10.2008 kl. 12:11
Heill og sæll; enn, Heimir !
Það er ekkert; frekar um að ræða, Heimir minn. Við eigum; ásamt Kanada - Grænlandi - Færeyjum - Noregi og Rússlandi, að koma á einingarbandalagi Norður- Íshafs þjóða, og láta gömlu nýlendu skrattana á Brussel völlum eiga sig, alfarið.
Svo einfalt er það. Reyndar; ekki við miklu að búast, um hríð, meðan hrakmenni þau, sem valdhafar eiga að heita, hér hjá okkur, fá einhverju um ráðið. En,....... koma dagar - koma ráð.
Og; með beztu kveðjum, sem fyrr, ágæti drengur /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:28
Bestu kveðjur sömuleiðis
Heimir Eyvindarson, 22.10.2008 kl. 15:59
Já verið þið blessuð og sæl.
Sævar (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:13
Hann er klár þessi Óskar Helgi vinur þinn, hlustaðu nú á hann. Evrópusambandið er ekki lausn fyrir okkur hérna á Fróni og krónan er í lagi ef hún er meðhöndluð sem smá mynt. Bjarni er nýr í pólítíkinni og segir enþá það sem hann er að hugsa en þú veist betur, hann er í lagi. Farðu nú að máta grænu sokkana kæri vinur :-) þá verður þú jákvæðari.
Baldur Róbertsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.