Bankarnir breytast seint

Nú er ég kannski að fara með fleipur, en mér skilst að fólk sem á í vandræðum vegna þess að það freistaðist til að setja peningana sína inn í þá sjóði bankanna sem ekki eru tryggðir; peningabréf Landsbankans, sjóð 9 hjá Glitni o.s.frv., fái heldur óblíðar móttökur í bönkunum þessa dagana.

Þessu fólki er boðið upp á yfirdráttarlán á 20% vöxtum, eða hvað það nú er, meðan verið er að komast til botns í þeirra málum!

Maður fer semsagt með allan peninginn sinn í bankann, bankinn sólundar honum í einhverja bölvaða vitleysu og svo þegar mann vantar pening þá býður bankinn manni lán á okurvöxtum, svona rétt á meðan þeir eru að fá það staðfest að þeir hafi eytt öllum manns aurum!

Þetta er náttúrlega ekki hægt. Geta þessir glæpamenn ekki einu sinni séð sóma sinn í því að búa til einhverja millileið með algjörum lágmarkskostnaði fyrir fólkið sem þeir hafa sett á hausinn? Hvar er Jóhanna Sigurðardóttir núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég hugsa að hún megi sín nú lítils í þessu samhengi kellingargreyið en efast ekki um heilindi hennar og góðan vilja sem er meira en hægt er að segja um margan annan stjónmálamanninn..........

Soffía Valdimarsdóttir, 24.10.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já það er svosem alveg rétt hjá þér 

Heimir Eyvindarson, 24.10.2008 kl. 22:11

3 identicon

Held að Jóhanna Sigurðar sé í kaffi núna

maggitoka (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband