Sjóður 9

Mér skilst að bankarnir séu nú að leggja lokahönd á mat sitt á því hversu mikið af sparifé fólks hefur gufað upp í Sjóði 9, Peningabréfum og hvað þetta nú allt heitir. Ég heyrði því fleygt í dag að yfirleitt væri um að ræða 30-45% tap. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Það er auðvitað drullufúlt, en samt sem áður býst ég við að einhverjum sé létt því óvissan um afdrif þessara aura hefur verið algjör og eflaust hafa einhverjir búist við hinu versta.

Segjum að þetta verði niðurstaðan og sparifjáreigendur fái 55-70% peninga sinna til baka. Gott og vel. En hvað svo? Ef ég þekki Íslendinga rétt þá verður þess ekki langt að bíða að sama vitleysan verði komin hér í gang aftur. Bankarnir verða afhentir "réttum aðilum" á silfurfati og menn byrja að græða á tá og fingri á nýjan leik.

Í ljósi þess geri ég það að tillögu minni að engar skuldir gömlu bankanna verði afskrifaðar, heldur verði þess gætt að þegar þeir verða aftur orðnir að spikfeitum spilaborgum borgi þeir til baka hverja krónu sem þeir hafa nú sólundað af sparifé almennings.

Við þekkjum það mætavel að bankinn fær alltaf sitt með einum eða öðrum hætti, því ætti það ekki líka að gilda um almenning? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Og svo neita ég að selja bankana aftur... Kveðja og takk fyrir síðast.

Eyþór Árnason, 28.10.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heimir Eyvindarson, 28.10.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband