Það skyldi þó ekki vera?

Valgerður Sverrisdóttir veltir á bloggsíðu sinni upp þeirri athyglisverðu spurningu hvort stýrivaxtahækkun Seðlabankans í dag sé aðferð Davíðs Oddssonar til að draga athyglina frá hinni óþægilegu umræðu um Icesave. Svonefnd smjörklípuaðferð. 

Ég veit auðvitað ekkert um þetta mál, enda talsvert langt síðan ég hætti að botna upp né niður í þessari kreppu, en það sem mér finnst merkilegt er að Vísir.is er að ég held eini fjölmiðillinn sem hefur greint frá þessum ummælum Valgerðar. Það er allavega ekki stafkrók um þetta að finna á hinum netmiðlunum.

Ég kann ekkert að gera svona flotta linka eins og sumir, en frétt Vísis er á eftirfarandi vefslóð:

http://www.visir.is/article/20081028/FRETTIR01/766546010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta væri þá dýrkeyptasta smjörklípa í sögu lýðveldisins ef rétt myndi reynast. Annars tek ég ekkert mark á Valgerði Sverrisdóttur og Guðna Ágústsyni. Þau eru aumkunarverð í viðleitni sinni til að sýnast hrein og óspjölluð. Ábyrgð þeirra á ástandinu er mikil og geislabaugarnir kolryðgaðir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.10.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Tek heilshugar undir álit Láru H. Einarsd. á þessu máli, bæti því við að eins og staðan er í augnablikinu. Þá myndi ég líklega skila auðu ef til kosninga kæmi.

Eiríkur Harðarson, 29.10.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Talandi um fréttir sem fjölmiðlar hafa ekki hátt um - sjá mitt eigið blogg í dag.

Ingvar Valgeirsson, 30.10.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband