Guð blessi ykkur fyrir að hafa komið mér til bjargar með glæsilegum aðgerðapakka á föstudaginn.
Ég hlakka til að fá alla þá gríðarlegu upphæð sem ég fæ í barnabætur hér eftir greidda út um hver mánaðamót . Það mun algjörlega bjarga mér. Ég veit að það er alveg ferlegt fyrir ykkur að geta ekki lengur haldið peningunum mínum í 3 mánuði og safnað vöxtum á þá, en svona er nú góðvild ykkar. Kærar þakkir.
Það er líka frábært að barnabæturnar verði ekki teknar beint upp í opinber gjöld. Það munar heilmiklu fyrir mig að geta borgað opinberu gjöldin í bankanum um leið og ég skipti ávísuninni með barnabótunum. Það er að vísu dálítið meira vesen fyrir mig, en ég veit að þið meinið vel. Takk fyrir.
Ég þakka ykkur líka kærlega fyrir að græja nýja vísitölu þannig að verðtryggða lánið mitt, sem hefur hækkað talsvert af því að ég slysaðist til að staðgreiða flatskjá með peningum sem ég var búinn að safna, lækkar tímabundið. Það er að segja það mun ekki hækka svo svakalega eins og ella hefði orðið, eins og þið orðið það sjálf. Að vísu mun höfuðstóllinn hækka, þannig að þegar upp verður staðið mun ég borga meira af því en ella hefði orðið. Og að sjálfsögðu mun ég borga margfalt meira af því en ég hefði gert ef stýrivextir og verðbólga væru hér eins og í nágrannalöndum okkar. En það er önnur saga - og í raun algjörlega óviðkomandi þessu. Kærar þakkir.
Ég þakka ykkur líka fyrir að sjá til þess að ég geti með litlum tilkostnaði selt Range Roverinn minn, sem ég "keypti" allan á gengistryggðu láni, úr landi. Það kemur til með að hjálpa mér alveg svakalega. Ég reyndar man það núna að ég á ekki Range Rover og ekki gengistryggt bílalán heldur, en ég veit að þetta hjálpar vinum ykkar í elítunni sem lentu í því að kaupa Range Rover og Land Cruiser án þess að eiga fyrir þeim. Ég er þess fullviss að þessi ráðstöfun ykkar mun bjarga mörgum heimilum. Fyrir það ber að þakka.
Ég reyndar man það líka núna að ég á ekki í neinum sérstökum vandræðum þannig að ég get því miður ekki stokkið á þetta kostaboð ykkar, en samt sem áður ber að þakka fyrir það sem vel er gert.
Guði sé lof fyrir ykkur og Guð blessi Ísland.
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 85187
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voðaleg kaldhæðni er þetta..... Góðar kveðjur nafni.
Heimir Tómasson, 17.11.2008 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.