Það eru á margan hátt, eða hafa a.m.k. verið, ákveðin forréttindi að vera Íslendingur. Hér er fólkið duglegt, vatnið tært, náttúran falleg og full af auðlindum, eitruð skordýr, krókódílar, eiturslöngur og þess háttar víðsfjarri - og spilling vart mælanleg. Samkvæmt bestu alþjóðlegu mælitækjum!
En svo hrundi spilaborgin.
Svo er að sjá sem örfáum vesalingum hafi tekist að koma þessari harðduglegu þjóð á vonarvöl, með dyggum stuðningi yfirvalda undangenginna ára. Og engu virðist í raun um að kenna nema hrokanum.
Hroka þeirra sem leyfðu sér að afhenda vinum sínum bankana á silfurfati fyrir nokkrum árum.
Hroka þeirra sem flugu svo hátt að athygli vakti um allan heim - og höfðu að engu varnaðarorð sér fróðari manna. Gerðu raunar að þeim gys.
Hroka þeirra sem nú sitja sem fastast og telja enga betur til þess fallna að bjarga ástandinu en þá sjálfa. Þrátt fyrir stjarnfræðilegt vanhæfi, sem ótal margir mér miklu fróðari menn hafa bent á með svo skýrum hætti að engin leið er að draga fjöður yfir. Nema maður sé blindaður af hroka.
Vinur minn hefur ansi gott lífsmottó, sem ég vildi óska að fleiri tileinkuðu sér. Það hljóðar svo: Það getur stundum verið viturlegt að þykjast vera heimskari en maður er, en það er alltaf heimskulegt að þykjast vera vitrari en maður er.
Ég held einmitt að auðmýkt af þessu tagi sé það sem suma Íslendinga skorti tilfinnanlega.
Það þarf auðmýkt til að viðurkenna að aðrir kunni að vita betur en maður sjálfur. Þessa auðmýkt hefðu þeir þurft að hafa til að bera sem fengu æ ofan í æ aðvaranir frá sérfræðingum, erlendum sem innlendum, um það að íslenska bankakerfið væri vaxið þjóðinni yfir höfuð - og gott betur en það - og gæti valdið okkur ómældu tjóni.
Það þarf auðmýkt til að fara með fé. A.m.k. þegar það er fremur mælt í milljörðum en aurum. Þá auðmýkt virðast mér þeir menn sem hafa með auðveldum og skjótum hætti komist í álnir síður hafa til að bera, en menn sem hafa unnið fyrir því á heiðarlegan hátt - með tilheyrandi dugnaði og elju.
Það þarf auðmýkt til að viðurkenna að maður hafi gert mistök.
Það þarf auðmýkt til að stíga til hliðar og leita hjálpar sér hæfari manna.
Ég lýsi eftir slíkri auðmýkt.
Flokkur: Bloggar | 27.11.2008 | 21:39 (breytt kl. 21:58) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ég væri ekki svona þreytt í augnablikinu myndi ég pikka hérna inn gríðarlega gáfulegt svar..............
Soffía Valdimarsdóttir, 27.11.2008 kl. 23:56
Takk fyrir þennan.
Ég hef sossum engar hugmyndir, í augnablikinu. Mér líður eins og ég hljóti að vera búin með hálfa önn í hagfræði.
Golli.
Golli (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 06:59
Soffía: Ég er ekki í minnsta vafa um það.....
Golli: Þú ert hagfræðingur, er það ekki?
Heimir Eyvindarson, 28.11.2008 kl. 08:25
Nei nei, ekki enn.
Þetta er meira svona próflaus núlláfangi. Bara eins og gengur og gerist.
Golli.
Golli (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 20:21
ER Ég þessi vinur.
ukall (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 23:25
Ég efast um að þú sért þessi vinur, en ég get ekki sagt til um það með fullri vissu nema vita fyrst hver þú ert.
Heimir Eyvindarson, 30.11.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.