Sé þig seinna

Mér finnst ekkert leiðinlegt að segja frá því að Sé þig seinna, sem einmitt er hægt að hlusta á í spilaranum hér til hliðar, er næst vinsælasta lag landsins í þessari viku, samkvæmt lagalista Félags hljómplötuframleiðenda. Yfirleitt er maður nú ekkert að monta sig af því að lögin manns séu í öðru sæti, en það er í góðu lagi núna því að Emilíana Torrini er í fyrsta sæti - og það er hreint engin skömm að vera fyrir aftan þá frábæru söngkonu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Jú jú jú auðvitað er í lagi að monta sig af öðru sætinu.

Ég man ekki betur en að hópur af fullorðnum karlmönnum fengju blómaskreytingar og bjóstnælur nýlega fyrir að vera næstbestir.

Fínt hjá þér og til hamingju!

Soffía Valdimarsdóttir, 7.12.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hehehehe, takk

Heimir Eyvindarson, 7.12.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband