Póstlisti FÍH

Ég er í FÍH, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, og sem meðlimur fæ ég reglulega sent fréttabréf félagsins í tölvupósti.  

Á föstudaginn fékk ég ansi skemmtilegan tölvupóst frá félaginu.

Í honum stendur m.a eitthvað á þessa leið: Ágæti félagsmaður. Ef þú af einhverjum ástæðum færð ekki tölvupóst frá okkur, vinsamlegast sendu okkur þá netfangið þitt.

Hugsanlega er tölvupóstur ekki besta leiðin til að ná til þessa hóps......Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einmitt félagi og fékk ekki póst...

Sævar (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Álíka gáfulegt og þegar fyrirtæki, sem sér um að gera skoðanakannanir, hringdi í mig í gemsann minn. Ég var spurður nokkurra spurninga, meðal annars hvort ég ætti eða hefði aðgang að farsíma...

Ingvar Valgeirsson, 11.12.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það er snilld!

Heimir Eyvindarson, 11.12.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta er nú einfaldlega bara fyndið........

Eiður Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Þetta er svipað og í gamla daga þegar hringt var heim til manns og maður spurður hvar maður væri...

Heimir Tómasson, 13.12.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband