Gleðilegt ár

Ég hef viljandi ekki bloggað síðan um miðjan desember, enda ágætt að taka sér jólafrí frá því eins og öðru. En nú er komið nýtt ár og rétt að fara að ranka við sér.

Áður en ég fer að senda frá mér snilldarpistla (Wink) um það hvernig reka skuli landið og bæjarfélagið, hvort við eigum að vera innan eða utan ESB og almennt hvernig bæta skuli mannlífiðSmile ætla ég að fara aðeins yfir það sem á daga mína hefur drifið síðan ég bloggaði síðast.

Fyrir jólin hafði ég óskaplega mikið að gera, en ég man ekki almennilega hvað það var allt saman. Utan það að ég tók nokkur próf í Háskólanum - með ágætum árangri. Síðan komu jólin og þau voru eins og alltaf frábær. Það var borðað, skipst á gjöfum, spilað o.s.frv. Allt eins og það á að vera.

Á annan dag jóla fór ég á Egilsstaði með félögum mínum í Á móti sól  og spilaði þar á mögnuðu jólaballi, þar sem aðsóknin var eins og á gullaldarárum sveitaballana.

Daginn eftir tók ég þátt í hinu árlega Sölvakvöldi í Hveragerði, sem er einstaklega skemmtilegur viðburður. Þar fóru ýmsir á kostum, sérstaklega Hannes vinur minn Kristjánsson Smile.

Áramótin voru ljómandi skemmtileg líka, við vorum með góða gesti í mat, horfðum á ágætt skaup, skutum upp rakettum, skáluðum, spiluðum og skemmtum okkur hið besta. Ekki hægt að hafa það mikið betra. Ég missti samt af Krydsíldinni, það var dálítið klúður.

Síðustu daga hef ég síðan ekki gert annað en að reyna að snúa sólarhringnum við áður en ég þarf að mæta til vinnu aftur. Eins og sjá má á tímanum á þessari færslu hefur það ekki gengið sem skyldi Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÖSSUR!

Sævar (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heimir Eyvindarson, 6.1.2009 kl. 14:13

3 Smámynd: Bryndís Valdimarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Bryndís Valdimarsdóttir, 6.1.2009 kl. 15:53

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sömuleiðis

Heimir Eyvindarson, 6.1.2009 kl. 17:01

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Jamm það er oft erfitt að snúa þessu við eftir hátíðir og frí, en þetta árið var það ekki vandamál, þar sem maður var bara að vinna mestöll jólin og áramótin einnig.

Komst til dæmis ekki á jólaball ykkar á Egilsstöðum þrátt fyrir að mikið hafi mig langað.

Nýárskveðjur.

Eiður Ragnarsson, 7.1.2009 kl. 00:18

6 Smámynd: Eyþór Árnason

Gleðilegt ár minn kæri og bið að heilsa.

Eyþór Árnason, 7.1.2009 kl. 01:26

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Gleðilegt ár sömuleiðis

Heimir Eyvindarson, 8.1.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband