...var að hamast við að verja verðtrygginguna í Speglinum fyrr í kvöld. Hann var fenginn til að gefa álit sitt á hugmyndum manns, sem ég man nú ekki í svipinn hvað heitir, um breytingar á útreikningi vísitölu.
Þessi tiltekni maður hefur stungið upp á því að búin verði til sérstök vísitala fasteignaverðs, sem tæki þá einvörðungu mið af þróun fasteignaverðs, í stað þess að miðað sé við vísitölu neysluverðs þegar verðbætur eru reiknaðar ofan á verðtryggðu húsnæðislánin okkar - eins og nú er gert.
Helstu rök mannsins eru þau að hann telur ósanngjarnt að hækkanir á t.d. bensíni, hjólbörðum og innfluttum neysluvörum leiði til hækkunar afborgana af húsnæðislánum - á sama tíma og húsnæðið sjálft lækkar í verði. Lái honum hver sem vill .
Pétur fann hugmyndum mannsins flest til foráttu. Hann lýsti t.d. þeirri skoðun sinni að honum fyndist eðlilegt að hækkanir á bensínverði leiddu til hækkunar húsnæðislána. Og rökin fyrir því voru nokkuð sérkenniileg, ég held ég muni þau nokkurnveginn orðrétt; ....maður sem ákvað fyrir tveimur árum að sleppa því að aka hringinn í kringum landið vill auðvitað að peningarnir sem hann lagði til hliðar þá dugi fyrir bensíninu eða olíunni núna.
Þetta er í sjálfu sér ekki alvitlaust, enda kristallast þarna grunnhugsunin með verðtryggingunni, þ.e. að sparifé fólks skerðist ekki. En þetta hefur bara því miður enga merkingu á Íslandi, þar sem peningamálastefna Péturs og félaga, sem m.a. felst í því að ríghalda í krónuna sem sveiflast eins og lauf í vindi af minnsta tilefni - og hefur nota bene alltaf gert -, hefur leitt af sér þvílíkan óstöðugleika að það er alveg undir hælinn lagt hvort peningar sem ávaxtaðir eru í banka haldi raunverulegu verðgildi sínu - jafnvel þó vextir séu hér með því hæsta sem þekkist í víðri veröld.
Maðurinn sem Pétur tók sem dæmi og lagði peningana sína inn á bankabók í staðinn fyrir að keyra hringinn hefði t.d. fyrir tveimur árum síðan getað keypt 45 lítra af díselolíu fyrir 5000 kall. Í dag fengi hann 30 lítra fyrir sama pening! Hann hefði semsagt þurft að ávaxta fé sitt um 50% á tveimur árum til að halda í við þróun olíuverðs á Íslandi, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé í sögulegu lágmarki! Það sýnir nú hve mikil glóra er í dæmi stærðfræðingsins, þegar litið er upp úr reikningsbókinni og raunveruleikinn er skoðaður.
Mér leiðist líka þessi eilífi væll um skerðingu sparifjár ef þetta séríslenska verðtryggingarfyrirkomulag verði aflagt. Væri ekki nær að byggja hér upp kerfi á svipuðum nótum og gert er í löndunum í kringum okkur, þar sem vextir af húsnæðislánum eru gegnumgangandi 4-6% og engin verðtrygging. Ekki hef ég heyrt af því að sparifjáreigendur í þessum löndum séu stórkostlega ósáttir við það.
Og allt tal um að lífeyrissjóðirnir muni gjalda svo óskaplega fyrir það ef verðtryggingin yrði aflögð er hreinlega hjákátlegt, í ljósi þess að þeir hafa nú þegar tapað hærri upphæðum á glannalegum áhættufjárfestingum, en þeir munu tapa á afnámi verðtryggingar!
Nei Pétur vill heldur halda í íslensku leiðina, þar sem íslensk króna og verðtrygging, sem er óhjákvæmikegur fylgifiskur krónunnar, skapa þær aðstæður að meginþorri almennings verður að gera sér að góðu að búa við okurvexti og vísitölubindingu sem hefur það í för með sér að hér hækka lánin jafnt og þétt þótt stöðugt sé borgað af þeim, í stað þess að lækka eins og tíðkast í löndunum í kringum okkur.
Í þessu umhverfi sem Pétur og félagar hans hafa skapað okkur er stöðugleiki einungis bóla, eitthvað sem við höfum rétt fundið smjörþefinn af í gegnum tíðina. Hér megum við búa við gjaldmiðil sem hefur alla tíð sveiflast í allar áttir, mest þó niður á við. Það hefur m.a. leitt af sér verðlagssveiflur sem eiga sér fáar hliðstæður í hinum vestræna heimi. Við slíkar aðstæður græðir í raun enginn þegar til lengri tíma er litið, nema kannski alhörðustu braskararnir. Meginþorri almennings, sem á fremur skuldir en sparifé, græðir allavega ekki á þessu. Það er deginum ljósara, gildir þá einu hvaða reikningskúnstum Pétur Blöndal bregður fyrir sig.
Pétur hélt síðan áfram að verja kerfið og sagði það vera misskilning, að það væru bankarnir sem lánuðu fólki fé til íbúðakaupa. Hið rétta væri að það væru sparifjáreigendur. Þeir legðu fé í bankana, í von um að ávaxta það vel, og það fé notuðu bankarnir síðan til að lána fólki fyrir húsnæði. Þessvegna mætti alls ekki skerða tekjur sparifjáreigenda með breytingum á vísitölunni eða afnámi verðtryggingar.Það er vissulega rétt hjá Pétri að svona fúnkerar kerfið hjá bönkunum. Þessvegna er sorglegt að hér hafi ekki tekist að búa til sanngjarnt húsnæðislánakerfi, sem hefur það að meginmarkmiði að lántakandanum sé gert kleift að kaupa sér húsnæði án þess að steypa sér í endalausar skuldir, fremur en að markmiðið sé að lánveitandinn maki krókinn.
Flokkur: Bloggar | 8.1.2009 | 22:21 (breytt kl. 23:25) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.