Það sköpuðust líflegar umræður á kaffistofunni í skólanum í dag þegar einn sjálfstæðismaðurinn í hópnum fór að agnúast út í okkur hin fyrir að hafa ekki mætt á opinn fund Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði s.l. laugardag, þar sem sjálfur Árni M. Mathiesen sat fyrir svörum.
Svo ég leyfi mér að vitna í þessa ágætu vinkonu mína þá sagði hún eitthvað á þessa leið: ,,Ég skil ekkert í ykkur sem eruð svona óánægð, að mæta ekki og láta í ykkur heyra. Það þýðir ekkert að sitja bara heima og tuða."
Það læðist að mér sá grunur að þessi sómakona sé ekki ein um þessa skoðun, ég hef allavega heyrt út undan mér svipaðar athugasemdir flokkssystkina hennar. Kæmi mér ekki á óvart að einhverjir sjálfstæðismenn hér í bænum séu ánægðir með sig að hafa fundið það út að það sé lélegt hjá okkur ,,tuðurunum" að mæta ekki á þessa reglulegu opnu fundi félagsins - og taka þannig virkan þátt í umræðunni - í stað þess að tuða í heimahúsum.
Ég svaraði vinkonu minni afdráttarlaust og gat ekki annað á henni skilið en hún væri sammála því sem ég hafði um málið að segja. Að minnsta kosti tók hún rökum mínum, og annarra við borðið, af karlmennsku og viðurkenndi að sjálfsagt hefði hún blindast af flokkshollustu um stundarsakir, þar sem hún sat ásamt félögum sínum og klappaði fyrir dýralækninum hugumstóra.
Til að bæta um betur ætla ég að svara öðrum sjálfstæðismönnum hér á svæðinu, sem hugsanlega reka hér inn nefið annað slagið. Með tuði beint úr heimahúsi .
Varðandi það hvort það sé lélegt hjá mér að mæta ekki á þessa opnu fundi Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði og taka þannig þátt í umræðunni hef ég þetta að segja: Ég fagna því að félagið standi fyrir fundum af þessu tagi og finnst það gott framtak. Það er mér hinsvegar algerlega í sjálfsvald sett hvort ég mæti á þá eða ekki og ég leyfi mér að fullyrða að ég er hvorki betri né verri á eftir.
Ég hafði hug á því að mæta á fyrsta fundinn, þar sem Ragnar Önundarson var með framsögu - enda hefur hann haft ýmislegt málefnalegt fram að færa. Bæði í aðdraganda kreppunnar og eftir að hún skall á. Það háttaði hinsvegar þannig til að þann morgun hafði ég tekið að mér að fylgja ungum körfuboltamönnum úr Hveragerði á mót í höfuðborginni, þannig að ég hafði ekki möguleika á að mæta.
Ég hefði einnig getað hugsað mér að hlýða á Illuga Gunnarsson fara yfir kosti og galla aðildar að ESB í nóvemberbyrjun, en þá átti ég ekki heldur heimangengt.
Þeir gestir sem síðan þá hafa heiðrað Hvergerðinga með nærveru sinni á þessum fundum hafa einfaldlega ekki heillað mig. Ég sá t.d. engan tilgang í því að rífa mig af stað á laugardagsmorgni til að hlýða á erindi Árna Johnsen um efnahagsmál!!!
Að sama skapi sá ég engan tilgang í því að hlýða á fyrirlestur Árna M. Mathiesen um efnahagsmál s.l. laugardag. Hafi einhver stjórnmálamaður sýnt það að hann láti sig engu varða athugasemdir almennings, hvað þá vandaðar og vel rökstuddar aðfinnslur sérfræðinga hvaðanæfa að úr heiminum, þá er það Árni Mathiesen. Alvarlegar aðfinnslur lögfróðra manna, t.a.m. Umboðsmanns Alþingis, hreyfa heldur ekki á nokkurn hátt við Árna. Það er því algerlega borin von að eitthvað komi út úr því að spyrja hann út úr á félagsfundi í Hveragerði. Það held ég að allir sjái, jafnvel hörðustu sjálfstæðismenn.
Eg leyfi mér að fullyrða að enginn þingmaður hefur sýnt af sér annan eins hroka og Árni í umræðunni síðan kreppan skall á. Ekki einu sinni Ingibjörg Sólrún flokkssystir mín! Nú síðast um helgina heyrði ég hann svara því til i útvarpi, spurður að því hvort hann bæri enga ábyrgð á ástandinu, að hann gæti svosem tekið á sig ábyrgðina af falli Lehman Brothers og þeirrar lánsfjárkreppu sem fylgdi í kjölfar þess, ef mönnum liði eitthvað betur með það! Það er nú öll iðrunin hjá manninum sem ber ábyrgð á efnahagsmálum þjóðarinnar.
Ég spurði þessa ágætu vinkonu mína að því hvernig hann hefði svarað fyrir nokkur tiltekin atriði og það var ekki annað á henni að heyra en tilsvör hans hefðu verið á svipuðum nótum og þau hafa verið í fjölmiðlum undanfarna mánuði; Hann hefur ekkert gert af sér og ástandið sem nú er uppi er ekki á nokkurn hátt honum eða félögum hans í Sjálfstæðisflokknum að kenna.
Það kann vel að vera að slíkur málflutningur gleðji sjálfstæðismenn í Hveragerði, en ég tel tíma mínum betur varið í að tuða í heimahúsum en að hlusta á mann sem er svo algerlega fyrirmunað að sjá hversu ævintýralega vanhæfur hann er.
Sé ég ómerkilegri pappír í augum einhverra Sjálfstæðismanna í Hveragerði fyrir vikið, verða þeir einfaldlega að eiga það við sig .
Flokkur: Bloggar | 13.1.2009 | 18:36 (breytt kl. 23:48) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú gerir nú gott betur en að tuða heima hjá þér!
Að setja fram skoðanir sínar og bjóða fólki að gera við þær athugasemdir á opinberum vettvangi er vægast sagt pólitískur gjörningur. Mun pólitískari en að glápa ringlaður upp á flokkssprautur sem maður á samkvæmt skírteini að vera hrifinn af.
Í guðanna bænum gerðu þér ekki rellu út af því hvað Sjálfstæðismönnum í Hveragerði finnst um þig og þína frammistöðu. Hafandi fylgst með pólitík í þorpinu mínu af nánast sjúklegum áhuga frá því að ég man eftir mér fullyrði ég að það trúfélag veit sjaldnast hvað því á finnast af sjálfsdáðum hvort eð er. Þær ordrur koma annars staðar frá og hafa ekkert með Hveragerði að gera.
Soffía Valdimarsdóttir, 13.1.2009 kl. 20:39
Takk sömuleiðis
Heimir Eyvindarson, 13.1.2009 kl. 20:46
kýs ykkur bæði í næstu sveitarstjórnarkosningum
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 23:45
Takk Hulda mín
Heimir Eyvindarson, 13.1.2009 kl. 23:49
Góður pistill Heimir.
Bryndís Valdimarsdóttir, 14.1.2009 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.