Það væri í takt við taktleysi Samfylkingarinnar, allt frá síðustu kosningum, ef flokkurinn ákveddi að slíta stjórnarsamstarfinu á þessum tímapunkti. Ég hef verið þeirrar skoðunar frá því að kreppan skall á að flokkurinn ætti að slíta stjórnarsamstarfinu hið snarasta og vinna að því að þjóðstjórn tæki til valda - og starfaði a.m.k. fram á vorið.
Hefði flokkurinn borið gæfu til þess hefði hann komið miklu sterkari út úr þessu hörmungarsamstarfi en hann gerir með því að hrökklast frá völdum í dag. Það held ég að enginn þurfi að efast um.
Skoðanakannanir á þeim tíma sýndu í raun ótrúlega mikinn stuðning við flokkinn, þrátt fyrir að ekki væri nokkur leið fyrir hann að smeygja sér algerlega undan ábyrgð á ástandi mála.
Eftir því sem vikurnar líða hefur fylgið við flokkinn hinsvegar minnkað jafnt og þétt og margar undarlegar athugasemdir flokksformannsins, Ingibjargar Sólrúnar, hafa ekki orðið til þess að auka vinsældirnar. Til dæmis stuðningsyfirlýsing hennar við Árna M. Mathiesen og sá fádæma hroki sem hún sýndi almenningi með ummælum sínum á frægum borgarafundi í Háskólabíói í haust. Ummælum sem rötuðu auðvitað beina leið í áramótaskaupið!
Þegar svo við bætist að framsóknarmenn hafa, að því er virðist, borið gæfu til að velja sér skynsaman formann þá er allt eins víst að komandi kosningabarátta muni reynast Samfylkingunni býsna erfið. Það verður allavega að teljast frekar líklegt að einhverjir óánægðir stuðningsmenn Samfylkingar geti vel hugsað sér að styðja fremur Sigmund Davíð og hans nýju forystu, en flokk sem sneri algerlega baki við öllum sínum hugsjónum - til þess eins að fá að vera í ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem mun ábyggilega flokkast með allra lélegustu stjórnum lýðveldisins þegar sagan verður skoðuð.
Stjórnmálaskýrendur hafa sumir leitt að því líkum að eina ástæðan fyrir því að flokkurinn hafi kosið að halda lífi í þessari máttlausu stjórn væri sú að eina raunhæfa leiðin til að koma Íslandi í ESB, sem er jú helsta stefnumál Samfylkingarinnar, væri að teyma Sjálfstæðisflokkinn með sér þangað. Undir hótunum um að ella yrði samstarfinu slitið. Þetta gat ég svosem skilið, því án þess að ég sé sérstakur aðdáandi ESB þá er þó altént hægt að segja að með þessari fléttu sé flokkurinn a.m.k. að vinna að einhverjum stefnumálum sínum. Hvað sem mönnum finnst um aðferðirnar.
Nú veit ég ekkert um hvort stjórnin er sprungin, en sé hún það fagna ég auðvitað með restinni af þjóðinni. En að leysa hana upp í dag, rétt áður en samstarfsflokkurinn tekur afstöðu til aðildarviðræðna við ESB finnst mér harla undarlegt. Hvaða afsökun hefur flokkurinn þá fyrir að halda svona lengi lífi í þessari hörmulegu ríkisstjórn?
Fundað með flokksformönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 21.1.2009 | 14:07 (breytt kl. 14:09) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.