Landsfundagrín

Landsfundir stjórnmálaflokka eru stórmerkileg fyrirbæri. Mér hefur alltaf fundist það sem maður hefur séð af landsfundum Sjálfstæðisflokksins alveg gríðarlega hálfvitalegt, meira í ætt við samkomur í trúarsöfnuðum en í hreyfingum sem eiga að hafa eitthvað stjórn landsins að gera, og ekki var að sjá að stemminingin hefði verið gáfulegri á landsfundi Samfylkingarinnar; Jóhanna öskraði yfir salinn að hún ætlaði sér að standa í eldlínunni lengi enn og gömlu kommarnir tóku bylgju af fögnuði! 

Fólk í þessum flokkum má þó eiga það að það er vel yfir meðallagi kurteist. Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson mættu t.d. í viðtal á Rúv eftir að Dagur hafði burstað hinn í varaformannsslagnum og Árni sagðist vera himinlifandi með Dag, hefði m.a.s. kosið hann hefði hann ekki sjálfur asnast til að bjóða sig fram. Og ekki nóg með það, heldur horfði hann mjög góðlátlega á nýja varaformanninn meðan hann reyndi að svara einfaldri spurningu um Evrópumál en flæktist svo í frösunum að fréttamaðurinn skildi hvorki upp né niður. Eftir þrjár tilraunir til að reyna að fá Dag til að svara spurningunni gafst fréttamaðurinn upp, en Árni hélt andlitinu allan tímann. Greinilega góður vinur, og með afbrigðum vel upp alinn.

Það slær samt ekkert út kurteisi Sjálfstæðismanna. Þegar Davíð hafði lokið við að hrauna yfir mann og annan risu þeir úr sætum og örguðu og góluðu í geðshræringu. Fagnaðarlætin voru síðan engu minni daginn eftir þegar Geir sté í pontu og sagði að Davíð hefði bullað tóma steypu í téðri ræðu!

Þetta verður ekki toppað Smile   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Æi Heimir þú veist að Davíð er kóngurinn, sést mjög vel á nýju stjórn seðlabankans og peninganefndinni, fylgja stefnu Davíðs sem þótti ómöguleg fyrir nokkrum dögum síðan.

Baldur Már Róbertsson, 11.4.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband