Þetta grunaði mig

VG hefur gefið það út að flokkurinn vilji að þjóðin fái að kjósa um aðild að ESB. Ég lýsti þeirri skoðun minni í bloggfærslu hér um daginn að mér sýndist að flokksmenn væru ekki allir með þetta stefnumál á hreinu. Það kom berlega í ljós á fundinum á Selfossi áðan. Hinn annars ágæti maður Atli Gíslason fór meira að segja að þrugla um að þjóðin ætti að kjósa um hvort hún vildi fara í viðræður!

Það er líklega vitlausasta hugmynd sem komið hefur fram í Evrópumálum, og hefur þó ekki verið neinn sérstakur skortur á þvælu í þessari endalausu umræðu - sem alltaf virðist enda úti í skurði og ofan í kjánalegum skotgröfum. Það á jafnt við þá sem eru með og á móti.

Við verðum einfaldlega að setjast að samningaborðinu og sjá hvað er í boði. Það eru fordæmi fyrir sérúrræðum og frávikum frá landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu sambandsins og því er algjörlega galið að vera að gagga eitthvað um kosti eða galla hugsanlegrar aðildar fyrr en búið er að láta á það reyna hvað kemur út úr samningaviðræðum. Það hlýtur hver hugsandi maður að sjá það.

Að halda því fram, eins og Atli gerði áðan, að hann viti með 98% vissu hver útkoman verði er ábyrgðarlaus þvættingur. Það er barnaskapur af fullorðnum mönnum að tala, hvað þá að hugsa, með þessum hætti.


mbl.is VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er tilfinningamál hjá mér (VG) að þjóðin sjálf fái að kjósa um aðildarviðræðurnar ...útkomuna!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2009 kl. 00:18

2 identicon

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þeir eru að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:38

3 identicon

Skoðið þetta myndband allir og sannfærist => http://latur.blog.is/blog/latur/entry/858872/

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:40

4 identicon

Ég meinti þetta myndband, sem er gott fyrir alla sem eru ekki vissir => http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:46

5 Smámynd: Ingimundur Bergmann

,,Gagga", hm, hvað sagði Ástþór um Agnesi

Auðvitað förum við í samningaviðræður og síðan með samning ef hann næst í atkvæðagreiðslu, svo einfalt er það. Held að Atla líði dálítið illa ef hann getur ekki verið á móti.

Ingimundur Bergmann, 21.4.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband