Ólögleg auglýsing?

Ég sá auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum í sjónvarpinu áðan. Þar lýsti Þorgerður Katrín því yfir að flokkurinn ætlaði sér að lækka afborganir af húsnæðislánum um 50%, kæmist hann til valda. Engar nánari upplýsingar fylgdu með auglýsingunni. 

Ég velti því fyrir mér hvort löglegt sé að auglýsa með þessum hætti. Hugmyndir Sjálfstæðismanna ganga út á að frysta 50% húsnæðislána í allt að 3 ár. Að þeim tíma loknum þarf auðvitað að borga allt heila klabbið - og þegar upp er staðið borgar viðkomandi talsvert meira með þessum hætti. Í þessu felst sem sagt ekki lækkun húsnæðislána um 50%, eins og gefið er í skyn.

Orðrétt segir Þorgerður: "Við viljum lækka afborganir af húsnæðislánum um 50%, til að vernda heimilin í landinu. Það er okkar leið."

Hugsanlega á gráu svæði lagalega - en fullkomlega siðlaust. Algjörlega í takt við flokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Reyni að forðast allar auglýsingar stjórnmálaflokka þessa daga en ég er forvitin um hvort Þorgerður minntist eitthvað á það að við gætum líka fengið 500 milljónir eins og hún og hennar maki?

Ásta B (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband