Ég hef stundum þrasað yfir krónunni okkar og verðtryggingunni. Ég hef t.d. haldið því fram að krónan sé ekki að leika okkur grátt í fyrsta skipti um þessar mundir. Hún hafi verið okkur fjötur um fót í fjöldamörg ár. Ég hef þó aldrei komið orðum eins snilldarlega að þessum hugðarefnum og Ingólfur H. Ingólfsson hjá Spara.is. Á vefmiðlinum Vísi má lesa grein eftir hann þar sem hann fer yfir þessa hluti á mannamáli.
Ég leyfi mér að birta hluta greinarinnar hér og vona að Ingólfur fyrirgefi mér það.
Þegar verðtryggingin var samþykkt á Alþingi, fyrir þrjátíu árum, stóð valið milli þess að stjórnmálamenn hættu afskiptum sínum af vöxtum og gæfu þá frjálsa eða tækju upp verðtryggingu. Stjórnmálamennirnir voru greinilega ekki tilbúnir til þess að gefa eftir af áhrifum sínum og því varð niðurstaðan það snjallræði að innleiða verðtryggingu fjármagns. Þar með hófust líklega þau mestu og afdrifaríkustu ríkisafskipti af peningamálum sem þekkst hafa utan hins kommúníska hagkerfis tuttugustu aldar.
Frá árinu 1980 hafa tveir gjaldmiðlar verið í notkun á Íslandi - verðtryggð og óverðtryggð króna. Þeir sem nota verðtryggðu krónuna eru þeir sem hafa átt og lánað peninga. Þeir sem hafa tekið verðtryggðu krónurnar að láni hafa hins vegar þurft að greiða með óverðtryggðri krónu. Á þrjátíu ára tímabili verðtryggðrar krónu hefur sú óverðtryggða tapað 3.250% af kaupmætti sínum! Þetta misræmi milli verðtryggðrar og óverðtryggðrar krónu hefur líklega leitt til mestu og grímulausustu eignatilfærslu Íslandssögunnar.
Það þekkist trúlega hvergi í heiminum að ríkisvaldið hafi með jafn umfangsmiklum hætti bein afskipti af kaupmætti lánsfjármagns og hér á landi. Hvernig í ósköpunum er líka hægt að réttlæta það með skynsemisrökum að eingöngu peningar sem eru lánaðir skuli verðtryggðir en ekki þeir sem notaðir eru til þess að greiða lánið? Það er einfaldlega ekki hægt og því verður að leita skýringa í pólitískum hagsmunum. Ríkið, sem er stærsti útgefandi verðtryggðra pappíra, ákveður með stuðningi Alþingis að tryggja í bak og fyrir þá sem vilja lána því peninga, þeir sem borga eru nefnilega alltaf þeir sömu - skattgreiðendur!
Restina má lesa á þessari vefslóð: http://www.visir.is/article/20090422/SKODANIR03/406430076
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vaxtamunur milli Íslands og ESB landa er í dag 14%. Ef við værum með Evru núna værum við með um 3 - 4% verðbólgu, enga verðtryggingu og vexti á húsnæðislánum um 4% og í viðskiptum um 4 -5% og ekki væru hér gjaldeyrishöft. Kostnaður af krónunni er óheyrilegur. Fyrir hrun síðasta haust var vaxtamunur milli Íslands og ESB að jafnaði um 3 - 3,5%. Ef ekkert verður að gert hvað varðar gjaldmiðilinn getum í besta falli reiknað með að ná vaxtamun niður í 6%.
Af bloggi Guðmundar Guðmundssonar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.