Gósentíð fyrir lögfræðinga

Ríkistjórnir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og Samfó og VG eiga það sameiginlegt að gera mikið úr því hvað þær hafa verið duglegar að hjálpa fólki sem á í greiðsluerfiðleikum. Ekki virðast þessar fullyrðingar þó eiga við nægileg rök að styðjast, því alltaf er maður að heyra af hrakförum fólks í kerfinu og ótrúlegum viðtökum sem það fær hjá öllum þessum aðilum sem eiga víst að vera að hjálpa þvíSmile.

Á Vísi má í dag lesa um nýjasta dæmið um "hjálpsemi" stjórnvalda, en þar kemur fram að í reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, sem sett var í janúar s.l., er ekki gert ráð fyrir þaki á innheimtukostnaði lögfræðinga!

Semsagt: Samkvæmt reglugerðinni er þak á kostnaði vegna innheimtuviðvarana og milliinnheimtu, en þegar skuldin er komin til lögfræðings þá eru engin takmörk sett!

Afhverju í ósköpunum er ég ekki lögfræðingur? Þeir græða á tá og fingri í kreppunni Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eru það ekki lögfræðingar sem skrifa lögin?

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.5.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það hlýtur bara að vera

Heimir Eyvindarson, 26.5.2009 kl. 17:56

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þú ert væntanlega ekki lögfræðingur vegna þess að þú ert góður maður. Það dugir.

Ingvar Valgeirsson, 29.5.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Réttur maður á réttum stað á réttum tíma - er það ekki alltaf heila málið?

Soffía Valdimarsdóttir, 30.5.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband