Mamma gefðu mér grásleppu

Hljómsveitirnar Á móti sól og Buff gerðu sér lítið fyrir og tóku upp gamla íslenska slagarann Mamma gefðu mér grásleppu á dögunum. Það er í sjálfu sér dálítið merkilegt, en sagan er ennþá merkilegri fyrir þær sakir að lagið var að langmestu leyti tekið upp í hljómsveitarútunni á leiðinni norður í land um Hvítasunnuhelgina! Geri aðrir betur.

Þetta lag er eftir Jóhann Helgason, sem er einn af mínum uppáhaldslagahöfundum, en lagið var upprunalega að finna á barnaplötu sem þeir félagar Magnús og Jóhann gerðu þegar þeir komu heim frá London í lok 8. áratugarins, slyppir og snauðir eftir Change ævintýrið og fleira í þeim dúr. Þeir voru þó ekki alveg til í að gefa kúlið upp á bátinn og þessvegna komu þeir ekki fram undir sínum réttu nöfnum á plötunni, heldur kölluðu sig Hrámann og Grámann. Lagið varð mjög vinsælt á sínum tíma, enda stórskemmtilegt.

Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér til hliðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta lag er tímalaus snilld.

hilmar jónsson, 12.6.2009 kl. 21:50

2 identicon

Snilld. Flott hjá ykkur strákar mínir

Bryndís R (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband