10 ára starfsafmæli

Í tilefni þess að nú í september eru 10 ár síðan Magni gekk til liðs við hljómsveitina Á móti sól ætlum við að halda 2 risadansleiki um næstu helgi.

akranes_paskar_1.gif

Föstudaginn 11. september spilum við á réttaballi í Árnesi, Gnúpverjahreppi, en það verður síðasta ballið sem haldið verður í því fornfræga húsi.

Laugardaginn 12. september munum við síðan fljúga á Egilsstaði og halda ball í Valaskjálf, en það er við hæfi að við förum austur og þökkum austfirðingum fyrir afnotin af Magna s.l. 10 ár. Við ætlum samt ekki að skila honum, svo það sé á hreinuLoL.

Bylgjan mun gefa 10 miða á dag á ballið í Valaskjálf og hugsanlega verða einhverjir miðar gefnir líka á ballið í Árnesi. Fylgist vel með.

Fyrir þá sem nenna að lesa meira er hér smá söguskýring:

Fyrir 10 árum, eða um miðjan september 1999, plötuðum við Magna, sem þá var heldur síðhærðari en hann er í dag, til að fljúga í bæinn og hitta okkur. Við höfðum þá verið starfandi í tæp 4 ár, gefið út 2 plötur og átt nokkur vinsæl lög (án þess þó að vera orðnir heimsfrægir Wink) þannig að Magna fannst dálítið til þess koma að við skyldum vera að spá í honum sem framtíðarsöngvara.

Við sóttum hann á flugvöllinn og funduðum síðan á Hard Rock (good times;-), þar sem við áttum inneignarmiða í ómældu magni - sem Einar Bárðarson vinur okkar hafði látið okkur hafa upp í einhverja spilamennsku. Eftir fundinn/matinn keyrðum við á Selfoss þar sem við renndum í nokkur lög og sáum á einu augabragði að Magni væri rétti maðurinn í bandið. Við réðum Magna formlega í bandið þarna um kvöldið og þremur dögum síðar spiluðum við fyrsta ballið okkar í núverandi mynd, réttaball í Hellubíói. Það er því við hæfi að annað afmælisballið okkar nú um helgina sé réttaball Smile.

Í vikunni verður þessum tímamótum okkar gerð nokkur skil á ýmsum stöðum; sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og bloggsíðum. Besti vettvangurinn til að fylgjast með verður líklega þessi ágæta bloggsíða okkar, eða Facebook síðan okkar. Hér munum við setja inn gamlar myndir og ýmis minningabrot.

Takk fyrir 10 árin - sjáumst í Árnesi og Valaskjálf:-).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Hvað, á að fara að rífa Árnes??? Jeminn eini, brennivínsmagnið sem maður lét í sig í því húsi í gegnum árin... En til hamingju með árin 10 (14).

Heimir Tómasson, 10.9.2009 kl. 18:27

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ja mikið helvíti, ég verð á Gufuskálum (sem er nú næstum því eins langt og hægt er að fara frá Austurlandi á bíl) fram eftir degi á laugardag og keyri svo heim eftir það, þannig að það er aldeilis óvíst að ég nái dansleiknum með ykkur.....

En ef ég næ því ekki þá verður maður bara að kíla á það næst....

Eiður Ragnarsson, 10.9.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband