Evróvision

Ég hef verið latur við að blogga undanfarna daga, kenni um tímaleysi. Nú á ég lausa stund og því finnst mér ég mega til að skrifa eitthvað. En þá er spurningin hvað skuli skrifa....Ætti ég að hrauna eitthvað yfir söngvakeppni sjónvarpsins sem er í kvöld? Ég gæti t.d. vakið aftur máls á því hvað mér finnst yfirmáta bjánalegt af Rúv að kalla þetta EVRÓvision! Heitir þetta þá fullu nafni Evróvision söngvacontest?

En nei, ég nenni ekki að tuða yfir því, ég ætla bara að finna kallinn sem fann uppá þessari vitleysu og hía rækilega á hann. Kannski kalla ég hann bara bjána, sem er gott íslenskt orð - og afar lýsandi. Þá kallar hann mig ábyggilega hrekkjupig.

Ég gæti líka farið að tuða eitthvað yfir lögunum og textunum í söngvakeppninni, en þau dæma sig að mestu leyti sjálf og þá er lítið annað eftir en að níðast á framsóknarflokknum eða Birni Bjarnasyni. Það er reyndar alltaf gaman, enda tilefnin næg, en ég bara nenni því ekki í dag. Ég finn örugglega upp á einhverju á morgun.

Reyndar dettur mér í hug að ég gæti sagt ykkur frá því að ég og Auður ætlum að skreppa til Köben um næstu helgi. Það er alltaf gaman, soldið eins og að koma heim finnst mér, þó ég hafi aldrei átt heima þar. Sævar og Bryndís verða líka í Köben og við ætlum að borða saman á Italiano. Snilldarstaður.

Svo ætlum við Auður, og Sæmi líka, að fara til Berlínar í apríl, en þangað hef ég ekki komið síðan snemma á níunda áratugnum þegar ég dvaldi í nágrenni borgarinnar í sumarbúðum ráðstjórnarríkjanna. Það er gaman að segja frá því að hótelið sem við verðum á er einmitt á Alexanderplatz, sem er í hjarta austurhlutans, en þar fengum við ungmennin einmitt að skoða okkur um - og kaupa Pepsi og Snickers í nærliggjandi Inter-shop. Gegn framvísun skilríkja.
mbl.is Úrslitin ráðast í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband