Er Svenson ekki lengur til?

Hér heima sátu í dag 2 konur sem voru að býsnast yfir ruslpósti. Ég tók svosem engan þátt í þeim umræðum, en ég fór að hugsa það eftir á að ég myndi alls ekki vilja vera án hans.

Ég hefði t.d. alls ekki viljað missa af þessu kostulega dreifibréfi sem ég fékk frá sjálfstæðismönnum í gær og ég hlakka til að fá bréf frá Jóni Sigurðssyni og félögum þar sem þeir lofa að eyða biðlistum, borga fyrir tannlæknaþjónustu ungmenna o.s.frv....rétt eins og þeir hafi ekki haft neitt með það að gera hvernig fyrir velferðarkerfinu er komið.

Mest af öllu hlakka ég þó til að fá nýjan Svenson bækling, það er alltof langt síðan Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

 Árni Matt og Kjartan Óla voru svo photoshop-aðir að þeir voru sem tvíburara á myndinni.....................en hvað er svenson?

Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Svenson er pöntunarlisti sem selur undravörur. Iðulega fylgja umfjöllun um vörurnar svona "fyrir og eftir" myndir. Það fólk er yfirleitt álíka líkt og Árni og Kjartan. Semsagt grímulausar blekkingar af bestu gerð, svipað og........... .

Heimir Eyvindarson, 24.4.2007 kl. 20:58

3 identicon

Er þetta ekki heimþrá til Norge? Ég man aldrei eftir að hafa fengið Svenson bækling hér á Íslandi

Heiðrún Dóra (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:40

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heimþrá já  Tja......jú ætli það ekki. Ég væri allavega alveg til í að vera í Norge núna

Heimir Eyvindarson, 25.4.2007 kl. 18:07

5 Smámynd: Hjalti Árnason

Ég vil fá Svenson til Noregs, norgesmagasinet kemur alltof sjaldan út. Svona bókmenntir eru frábærar!

Hjalti Árnason, 26.4.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband