Skrýtin frétt

Hér sýnist mér að verið sé að rugla saman 2 ólíkum hlutum, annarsvegar greiðslum til rétthafa vegna spilunar/streymis, semsagt STEF gjöldum, og hinsvegar greiðslum fyrir sölu á lögum/tónverkum samkvæmt samningum við listamennina sjálfa, séu þeir samningar til staðar. Þegar tónlist.is fór í loftið árið 2003 skrifaði ég, f.h. minnar hljómsveitar, undir samning við fyrirtækið sem í grófum dráttum kvað á um að lög okkar yrðu aðgengileg í gagnagrunninum og við fengjum ágóðahlut af niðurhali þeirra og spilun/streymi. Enda var nokkuð breið samstaða meðal tónlistarmanna um þennan gagnagrunn, sem er um margt mjög sniðugut dæmi, áður en Sena sölsaði hann undir sig. Ég hef ekki lesið þessa frétt Árna Matt., en af þessum útdrætti að ráða þá er hér um yfirklór að ræða. Í það minnsta hef ég ekki enn fengið krónu frá tónlist.is þrátt fyrir að lög okkar hafi oftsinnis verið í hæstu hæðum vinsældalista fyrirtækisins, og m.a.s. stundum verið í meirihluta á listanum!
mbl.is Tónlist.is stendur skil á sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér Heimir.

Ég get sömuleiðis vottað það að hafa ekki fengið krónu frá tonlist.is þrátt fyrir að þeir hafi t.d. verið með lagið "Rangur Maður" til sölu og sýnis þar síðan 2003.  Plötur Sólstrandargæjanna voru teknar út af vefnum 2006 eftir að ég krafðist þess ýtrekað.  Þá höfðu þær verið þarna til sölu í heimildarleysi frá 2003 til 2006 án þess að neinar tilraunir hafi verið gerðar til uppgjörs.

Það er hættulega ruglandi að blanda stefgjöldunum inn í þetta.  Fyrst og fremst snýst þetta um vefsíðu sem selur aðgang að tónlist án þess að greiða rétthöfum tónlistarinnar.

Lagið "Rangur Maður" er ennþá inn í kerfinu af því ég gaf leyfi að það kæmi út á safnplötu hjá Íslenskum Tónum (sama fyrirtækjablokk).  Með því að ég gaf heimild fyrir því varð þetta sama fyrirtækið skyndilega rétthafi lagsins með merkilegum hætti sem ég sé ekki að standist nokkur lög.

Leiðinlegt að svona fín og háleit hugmynd skuli hafa farið í svaðið með þessum hætti.  Það er allavega alveg ljóst að þetta fyrirtæki er ekki að standa undir neinum hugsjónum varðandi það að verða einhver sameiningarmiðstöð og varðveislucenter Íslenskrar tónlistar.  Það verður ekki úr þessu.

Jónas Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 19:52

2 identicon

Ég bíð spennt eftir að sjá sunnudagsmoggann því að ég veit um svo mörg dæmi þess að hvorki hafi verið greitt fyrir niðurhal né spilun/streymi hvað þá að flytjendur og höfundar hafi nokkru fengið að ráða um það hvort efni með þeim færi í þennan grunn. Það segir sig náttúrulega sjálft að það er algjör steypa í gangi í réttindamálum höfunda og flytjenda. Mér finnst FÍH heldur ekki vera að standa sig í þessu máli. Formaður FÍH er líka formaður Samtóns. Það hefur komið fram í fréttum að Samtónn hafi samið af sér á þann hátt að það skaðar m.a. hagsmuni þess hóps sem FÍH á að verja.

En allt annað - Ég verð að skjóta því að bloggvini mínum að mér finnst lagið Hvar sem ég fer með betri ballöðum sem samdar hafa verið, gjörsamlega kolféll fyrir því við fyrstu hlustun og hækka ennþá í útvarpinu þegar það er spilað 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 20:00

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll Jónas. Það er rétt hjá þér að það er leiðinlegt, og eiginlega sorglegt, hvernig farið hefur fyrir þessari annars ágætu hugmynd. Stefán Hjörleifsson á í sjálfu sér heiður skilinn fyrir hugmyndina og upphaflegu hugmyndafræðina, en fyrir útkomuna má hann því miður bara skammast sín. Reyndar held ég að honum sé nokkur vorkunn, dæmið gekk ekki upp í fyrstu atrennu og þá kom risinn til bjargar - er það ekki alltaf svoleiðis? 

Anna. Ég er hjartanlega sammála þér og dæmið um Samtón og FÍH er einmitt það sem ég hef verið að pirra mig á. Aðkoma þessa stéttarfélags tónlistarmanna að dæminu er umhugsunarverð - í besta falli - og gerir eiginlega ekkert annað en að minna mann á hvað maður hefur borgað FÍH stórar upphæðir í formi félagsgjalda í gegnum tíðina . Dugleysið er algjört sýnist mér.

Það gleður mig annars mjög að þér líki lagið mitt. Þakka þér kærlega fyrir hrósið

Tómas. Já þetta er skrýtið fréttaskot, eða auglýsing? Mbl.is þarf kannski að gera það upp við sig hvort vefurinn á að vera sjálfstæður fréttavefur eða auglýsingavefur fyrir dagblað.

Heimir Eyvindarson, 27.5.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband