100 íslensk 80´s lög

Ég varð mér úti um nýjasta 100 laga pakkann frá Senu, 100 íslensk 80´s lög. Þetta er sniðug sería hjá þeim og virðist ganga vel í landann. Það verður samt að segjast að það er margt ansi skrýtið þarna inná milli, t.d. eru á plötunum 2 lög úr ranni Geirmundar Valtýssonar sem er svosem gott og blessað en í mínum huga á Skagfirska sveiflan ekkert skylt við 80´s annað en að hafa komið út á téðu tímabili.........eða hvað?

Síðan eru í pakkanum nokkur lög úr þeirri frábæru kvikmynd Rokk í Reykjavík, flest stórgóð en vekja aftur upp spurninguna um það hvort það sé nóg að hafa komið út á 9.áratugnum til að teljast 80´s lag.....?

Það er auðvitað spurning hvað hver og einn flokkar sem 80´s tónlist, persónulega finnst mér t.d. nauðsynlegt að innan seilingar sé a.m.k. annaðhvort hárblásari eða synthesizer - nema hvorttveggja sé Cool - en hljómsveitir eins og Vonbrigði notuðu klárlega hvorugt Wink.

Auðvitað er aldrei hægt að gera svona safndisk þannig að öllum líki og það eru heldur ekki til 100 "hreinræktuð" íslensk 80´s lög þannig að það er eðlilegt að útgefendur fylli uppí með efni sem var vinsælt á tímabilinu til að gera gripinn að betri söluvöru. Ekkert nema gott um það að segja, og þó að ég sé aðeins að tuða yfir pakkanum þá er ábyggilega helmingurinn af honum lög sem á einhverjum tímapunkti hafa verið uppáhaldslög hjá mér - t.d. öll lögin úr Rokki í Reykjavík. Það er hálf asnalegt að kvarta yfir þvíBlush. En að vísu átti ég þau lög öll fyrir, þannig að sem slíkur gerir þessi pakki ekki mikið fyrir mig persónulega. Þó margt sé gott við hann fer ég ekki ofan af því að það hefði verið hægt að gera betur.

Mér finnst t.d. klént að fylla uppí plötuna með lögum sem hafa komið út ótal sinnum á hinum ýmsustu safnplötum, eins og Skólaball með Brimkló og Ég gef þér allt mitt líf með Bjögga og Röggu Gísla. Þau lög eru ábyggilega á góðri leið með að verða til á hverju einasta íslensku heimili. Bæði stórfín, en anna fullkomlega eftirspurn. 

Mér hefði þótt skemmtilegra ef útgefendurnir hefðu lagt meira á sig við að grafa upp lög sem voru vinsæl á þessum tíma en hafa ekki verið fáanleg síðan þá. Fornaldarhugmyndir með hljómsveitinni Lola frá Seyðisfirði er gott dæmi um slíkt lag og það er einmitt að finna í pakkanum. Fyrir það fá Senumenn hrós.

Besserwisserinn ég man reyndar í augnablikinu ekki eftir mörgum svoleiðis lögum til viðbótar í svipinn, en það væri eflaust fljótt að rifjast upp ef kafað væri eftir því. Lög eins og Vinur minn missti vitið og Götustelpan (hún var sveitt þá o.s.frv...), sem Pálmi Gunnars gerði vinsæl um miðjan níunda áratuginn, eru t.a.m. ágætis dæmi. Höfundar beggja þessara laga komu óvænt fram á sjónarsviðið og hurfu þaðan jafnskjótt. Annar bóndi norðan úr landi og hinn sjómaður úr Þorlákshöfn, held ég að ég fari rétt með (er þó alls ekki viss), og ég held svei mér þá að ég hafi ekki heyrt þessi lög síðan á 80´s tímabilinu - Gaukurinn í Þjórsárdal einhver? .............Cool

Reyndar hef ég ekki saknað þessara tveggja laga sérstaklega, enda var hvorugt þeirra í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en það hefði að mínu mati styrkt þessa útgáfu verulega að hafa þau með. Eins hefði verið gaman að rifja upp eina smell hljómsveitarinnar Pax Vobis - Coming my way, en allstaðar þar sem Pax Vobis kom mátti treysta því að stutt var í bæði syntha og hárblásara. Ég leyfi mér m.a.s. að fullyrða að fáar hljómsveitir hafi blásið hár sitt af viðlíka áfergju og liðsmenn Pax Vobis, með sjálfan Geira Sæm í broddi fylkingar og Þorvald Bjarna á kantinum, gerðu á sínum tíma. Nema ef vera skyldi Stuðkompaníið og Rikshaw Grin - en þau 80´s bönd eiga t.a.m. einungis 1 lag hvort í pakkanum meðan Geirmundur á 2 stk...................Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þótti mér vænt um þegar eldri sonurinn kom hoppandi heim með diskana í hendinni !!! Vel upp alin af 80's foreldrum

Það var ekki slæmt að heyra Cosa Nostra með lagið Waiting for an answer veit ekki hvað eru mörg ár síðan ég heyrði það

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.7.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hahahahahaha! Mér finnst þetta frábær tillaga hjá þér Björgvin! Og algjörlega rökrétt.

Og gott finnst mér að heyra Hulda að uppeldið á Kristjáni hefur ekki klikkað. Ef mig misminnir ekki átti Olaf Forberg nágranni þinn stórleik í videoinu við Waiting for an answer. Ertu með?  

Heimir Eyvindarson, 19.7.2007 kl. 21:25

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Pálmi var alveg eitís, hann var nú þriðjungur Icy-flokksins, og meira eitís verður það varla. En sammála, Vonbrigði eiga ekki erindi á þennan disk, enda prýðir framhlið disksins mynd af ungu fólki í jogging, neð ennisband og strípur í hárinu.

Gaman að þú skildir minnast á Þorvald - hann er örugglega búinn að gleyma hvernig á að stafsetja orðið hárblásari, enda smekklega sköllóttur og hefur aldrei litið betur út.

Ingvar Valgeirsson, 21.7.2007 kl. 00:15

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Cosa Nostra já. Þar var Máni Svavarsson Latabæjarskáld fremstur í flokki. Ólöf Sigurðardóttir hét söngkonan, en meira man ég nú ekki um þetta band. Olaf Hvergerðingur Forberg lék lítið en mjög eftirminnilegt hlutverk í metnaðarfullu myndbandinu - þar sem sást varla í neinn fyrir reyk, eins og var til siðs í þá daga .

Annars er ég mest undrandi á því að enginn skyldi muna eftir sjálfum Jóni Gústafssyni (þ.m.t. ég sjálfur þegar ég skrifaði pistilinn í gær)! Er hann ekki ultimate eitís? Hann var t.d. í fyrstu synthasveitinni (Sonus futurae). Þeir áttu einn smell: Skyr með rjóma - það hefði nú verið hressandi að hafa það lag með í pakkanum . Var hann síðan ekki eitthvað að syngja sjálfur....? Einhvernveginn minnir mig það.

Móðurást með Possilillies hefði líka sómt sér vel þarna, og svo mætti eflaust lengi telja. En þetta er samt skemmtilegt .

Heimir Eyvindarson, 21.7.2007 kl. 01:32

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Var einmitt að hlusta á plötuna "Þeir sletta skyrinu sem eiga það" með Sonus Futurae um daginn - sú plata var allavega 2-3 árum á undan sinni samtíð. Sætar stelpur, Myndbandið og Skyr með rjóma eru náttúrulega alger snilldarlög og hin þrjú reyndar ágæt líka.

Held hinsvegar, án þess að vera með það alveg á hreinu, að Sonus Futurae og Possibillies hafi gefið út sjálfir og því eigi Sena ekki útgáfuréttinn að lögunum (sem reyndar hefur ekki alltaf stöðvað þá - sjá Hríslan og straumurinn með Eik, sem Skífan gaf út án þess að spyrja kóng né prest).

Ingvar Valgeirsson, 21.7.2007 kl. 12:03

6 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 15:51

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir þennan pistil, Heimir. Mér datt einmitt í hug Jón Gústafsson og Sonus futurae áður en ég las athugasemdirnar. Sonus futurae, "Hljóð framtíðarinnar." Er það ekki rétt þýtt hjá mér? Latína er nú reyndar ekki mín sterka hlið. Í munnlega lokaprófinu í latínu hló prófdómarinn að mér. Voru þeir Sonus futurae-menn ekki áreiðanlega fyrstu tölvupoppararnir?

Wilhelm Emilsson, 23.7.2007 kl. 19:43

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Til að glöggva sig á eigthies-stílnum er ekki svo vitlaust að skoða skrumskælingu Fóstbræðra. Þetta er á YouTube. Mogo Jacket með "Dangerous Girl." Gjöriði svo vel!

http://www.youtube.com/watch?v=JXht4otXac0

Wilhelm Emilsson, 23.7.2007 kl. 19:54

9 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Frúinn fjárfesti í þessum diskum, líklega vegna þess að hún var orðin dauðleið á minni tónlist á ökuferðum okkar saman.  Ekki fannst mér nú allt eiga heima þarna, en læt mér það í léttu rúmi liggja því að þetta er jú ágætis upprifjun frá þeim árum sem að fyrsti geislaspilarinn rataði í minn fyrsta bíl, og margar góðar minningar tengjast þessu öllu saman.

En þá rifjaðist það líka upp að þegar þessi sami spilari fór í Toyotu skrjóðinn, þá gekk í honum allt sumarið 4 snilldar diskar sem líka voru endurútgáfa og hef ég nú fundið þá aftur og líkar vel, þ.e. Led Zeppelin remasters.......

Og þeir hafa elst mun betur en flest af þessum 80' lögum.......

Eiður Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 01:35

10 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Mér nú málið aðeins skylt þó ekki hafi ég mikið með lagavalið að gera en ég var nú að grenja í Hr. Pottþétt að setja inn eitthvað með Sómamönnum á þessa plötu , munið þið eftir þeim? .. Stanslaust stuð og Mundu mig, voru nú helstu smellirnir. við erum dottin inní Popp-punkt hérna; hverjir voru nú meðlimir þessarar sveitar?

Bjarni Bragi Kjartansson, 28.7.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband