Hermann Björgvinsson

Það var hringt í mig frá Spron um daginn. Erindið var að bjóða mér að verða viðskiptavinur bankans. Ég tók nú fremur fálega í það, en spurði þó hvaða kosti það gæti haft í för með sér. Sölumaðurinn var vel undir þá spurningu búinn og gat talið eitt og annað upp, bankanum til ágætis, m.a. það að ég gæti fengið lán með aðeins 17% vöxtum! Ég verð nú að viðurkenna að ég hrökk aðeins við.

Ég er svo lánsamur að borga ekki af neinum lánum nema húsnæðisláni okkar hjónaleysanna, sem ber 4,20% vexti, þannig að ég hreinlega veit ekki gjörla hvað teljast góð kjör á almennum lánamarkaði, en 17% vextir finnst mér altént ansi mikið. En sölumaðurinn geðþekki var nú aldeilis ekki sammála mér, og hélt áfram að reyna að sannfæra mig um að taka þessu kostaboði. Hann fullyrti m.a. að bankar og kortafyrirtæki rukkuðu allt að 25% vexti í einhverjum tilvikum! Svo skal böl bæta.............

Má ég minna á að um miðjan níunda áratuginn var Hermann nokkur Björgvinsson tíður gestur á forsíðum íslenskra blaða, og gjarnan fylgdi viðurnefnið "okurlánarinn" með. Þessi Hermann stundaði það sumsé að lána fólki pening á 18% vöxtum. Það þótti glæpsamlegt, gott ef honum var ekki stungið í steininn fyrir vikið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

það er ekki sama Hermann og Hermenn

Pálmi Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Bíddu nú hægur karlinn minn, hélt maðurinn að þú værir plagaður af MIKLU lánleysi EÐA ER ÉG AÐ RUGLA.

Eiríkur Harðarson, 28.2.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.2.2008 kl. 15:06

4 Smámynd: Hjalti Árnason

HAHA! Góður punktur! Ég borga um 8% af mínu litla neysluláni

Hjalti Árnason, 9.3.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband