Seinagangur og óskipulag?

Það er eins og Hvergerðingar séu aðeins seinni til en nágrannar þeirra þegar kemur að viðbrögðum við jarðskjálftanum. Ég þekki t.d. fólk sem hefur síðan á föstudagsmorgun reynt að finna út úr því hvert það á að snúa sér til að fá úr því skorið hvort skemmdir hafi orðið á húsnæði þeirra. Þessu fólki hefur verið vísað hingað og þangað hér í plássinu, en án teljandi árangurs. Í Árborg var svo að segja strax gefið upp símanúmer sem fólk í slíkum vandræðum gat hringt í og sveitarstjórinn í Ölfusi keyrði um sína sveit ásamt byggingafulltrúa að morgni föstudags og kannaði ástandið.

Búið var að rannsaka drykkjarvatn í Árborg og úrskurða það drykkjarhæft seinnipart laugardags. Ég veit ekki til þess að það sé búið hér. Það getur þó hafa farið fram hjá mér.

Íbúafundur var haldinn í Árborg í gær, sunnudag. Búið er að boða einn síkan í Ölfusinu á morgun. Ég veit ekki til þess að slíkur fundur hafi verið boðaður hér. Það er þó eins með fundinn og vatnið, ég þori ekki að fullyrða að ég hafi rétt fyrir mér. Enda kom ég svo vel undan skjálftanum að ég fylgist kannski ekki nægilega vel með til þess að vera að tjá mig opinberlega, en geri það nú samt Smile.

Sé þetta rétt athugað hjá mér finnst mér það dálítið umhugsunarvert. Ég sé ekki að hér séu aðstæður neitt öðruvísi en í nágrannasveitarfélögum okkar, a.m.k. ekki svo að þær réttlæti að viðbrögð bæjaryfirvalda hér séu hægari og jafnvel ómarkvissari en annars staðar. Ég trúi heldur ekki að fjarvera bæjarstjórans, sem er svo óheppinn að vera erlendis í fríi, geti haft svo lamandi áhrif á aðra starfsmenn bæjarins. Jafnvel þótt Aldís sé dugmikill og röggsamur stjórnandi.

Sé þetta hinsvegar rangt athugað hjá mér biðst ég forláts.

Ég tek það fram að ég hef ekki yfir neinu að kvarta, ég er einungis að velta þessum hlutum fyrir mér. Ég hef heyrt ansi sterkar óánægjuraddir og mér finnst afar leiðinlegt að vita til þess að fólk sem hefur orðið fyrir einhverjum skaða fái ekki jafn góða þjónustu hér og annars staðar.

Sjálfum finnst mér alveg jafn gott að búa hér og áður og ekki hvarflar það að mér að hugsa mér til hreyfings þótt náttúruöflin skjóti manni skelk í bringu annað slagið Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þetta er rétt, svolítið á eftir. Það má ekki drekka vatnið og kannski svolítið seint í rassinn gripið þar á laugardag (var auglýst en greinilega ekki nógu vel þar sem þú ert ekki einn um að vita ekki um það). Það er hægt að nálgast vatn í Rauða Kross húsinu, hélt einnig að þar væri allar upplýsingar að fá. En við erum eins og þú og höfum sem betur fer ekki þurft að leita þangað.

Borgarafundur er boðaður á fimmtudag.

En það hefði náttúrulega verið sterkur og traustvekjandi leikur hjá Hveragerði að vera á undan. Hljómar svolítið "bíddu hvað eru hinir búnir að gera"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Krakkar mínir!

Þið valdið mér vonbrigðum núna. Það er að sjálfsögðu verið að bíða - er ekki vikulegt flug frá langt-í-burtikstan???

Soffía Valdimarsdóttir, 4.6.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband