Betri hliðin á sveitarstjórnapólitíkinni hefur mér yfirleitt þótt vera að þar snúast mál ekki svo mikið um flokka, heldur frekar um fólk. Fólk sem ekki er rígbundið af stefnu flokka sinna í landsmálum, en vill einfaldlega leggja sitt af mörkum til að gera sitt nánasta umhverfi að betri stað. Verri hliðin er hins vegar sú að oft vill þessi áhersla sem lögð er á fólk umfram flokka verða til þess að gagnrýni andstæðinga verður um of á persónulegum nótum - og þá um leið ómálefnalegum.
Ummæli Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra um félaga minn og meðframbjóðanda, Njörð Sigurðsson, sem hún birtir á heimasíðu sinni í dag finnst mér sorglegt dæmi um þetta. Njörður sat bæjarstjórnarfund í vikunni sem gestur, og hjó eftir því að Aldís sagði eitthvað á þá leið að ef lánin sem bærinn hefur tekið á þessu kjörtímabili hefðu verið í erlendri mynt værum við í enn dýpri skít en við erum nú þegar!
Njörður segir frá þessu á Facebook síðu sinni, enda fannst honum merkilegt að heyra bæjarstjórann viðurkenna að bærinn væri í djúpum skít. Viðbrögð Aldísar eru með slíkum ólíkindum að ég trúi varla enn að þarna fari sú Aldís sem ég hef kynnst, af góðu einu.
Það er einlæg von mín að kosningabaráttan hér í Hveragerði verði ekki á þessum nótum. Hér er verk að vinna á öllum sviðum. Það dylst engum sem skoðar málin af sanngirni að Sjálfstæðisflokkurinn hefur að ýmsu leyti unnið ágætt starf á kjörtímabilinu, en betur má ef duga skal. Meirihlutinn hefur sofið á verðinum í veigamiklum málum, eins og t.d. atvinnumálum sem sést kannski best á því að atvinnumálanefnd var lögð niður á kjörtímabilinu. Þá hefur forgangsröðun núverandi meirihluta verið með þeim hætti að stefnir í óefni, eins og ég hef áður lýst.
Ég ber mikla virðingu fyrir öllu fólki sem gefur kost á sér til vinnu fyrir bæjarfélagið sitt. Hvar í flokki sem það kann að standa. Aldísi og fleiri sem skipa lista Sjálfstæðisflokksins kann ég persónulega afar vel við og vona að það fólk fari ekki að ata mig og félaga mína auri þótt við eigum að heita andstæðingar á pólitíska sviðinu þessa dagana. Á sama hátt trúi ég að félagar mínir á A-listanum sleppi öllu persónulegu skítkasti, enda hefur verið lögð sérstök áhersla á það í stefnumörkun listans fyrir kosningarnar.
Ég leyfi mér að endingu að bjóða Sjálfstæðismönnum að kíkja við á kosningaskrisfstofu A-listans, sem opnar formlega í Sunnumörk á laugardaginn. Sjálfur mun ég svo sannarlega kíkja við hjá Sjálfstæðismönnum og óska þeim til hamingju með sína opnun.
Gleðilega kosningabaráttu
Heimir Eyvindarson, skipar 7. sæti A-listans í Hveragerði
Bloggar | 29.4.2010 | 16:00 (breytt kl. 18:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eyþór Ólafsson forseti bæjarstjórnar gerir á síðunni Bláhver.is athugasemdir við grein sem ég skrifaði í Hverafuglinn þann 11. febrúar, en í greininni velti ég fyrir mér forgangsröðun meirihluta bæjarstjórnar. Það sem ég geri einkum að umtalsefni er sú staðreynd að á sama tíma og fjárframlög til grunnskólans hafa verið skert umtalsvert hefur meirihlutinn haldið áfram að eyða tíma og peningum í það að reyna að sannfæra bæjarbúa um að skynsamlegt sé að reisa loftborið íþróttahús upp í dal hið fyrsta.
Athugasemdir Eyþórs við skrif mín eru í aðalatriðum tvær. Í fyrsta lagi vill hann ekki meina að þrengt sé að rekstri skólans með þeim niðurskurði sem þar er kominn til framkvæmda, né heldur að þjónusta við nemendur hafi verið skert. Í öðru lagi býsnast hann yfir meintri andstöðu minni við hið loftborna íþróttahús.
Ef ég svara fyrst vangaveltum Eyþórs um grunnskólann þá er það rétt sem hann segir í sinni grein, að menn upplifa aðhald með mismunandi hætti og þá sterkast ef það kemur beint niður á þeim sjálfum. Það er hárrétt hjá Eyþóri að ég tek mjög nærri mér alla skerðingu á þjónustu við börn og unglinga. Ég er svo heppinn að starfa með börnum og unglingum í skólanum og mín upplifun er sú að þar slái hjarta þessa bæjarfélags. Ég hef látið hafa það eftir mér við ýmis tækifæri að hér í Hveragerði sé einstaklega gott og heilbrigt mannlíf og það er mín skoðun að sá góði andi sem ríkir í bæjarfélaginu sé meðal annars tilkominn vegna þess góða samfélags sem skapast hefur í grunnskólanum, þar sem áhersla er lögð á vellíðan nemenda og gagnkvæma virðingu barna og fullorðinna. Þessi andi var t.d. öðru fremur til þess að ég ákvað að setjast að hér í bænum, og svo er um marga fleiri. Þá má ekki líta fram hjá því góða starfi sem fram fer í leikskólum bæjarins og því markvissa samstarfi er orðið er á milli skólastiga hér í bænum.
Eyþór telur að sá niðurskurður sem orðið hefur á fjárframlögum til grunnskólans sé í góðu lagi. Þar greinir okkur einfaldlega á. Það vill svo til að bæði í gegnum starf mitt sem tónlistarmaður, sem og í gegnum nám mitt í menntunarfræðum hef ég kynnst skólastarfi í ótal skólum víða um land og ég fullyrði að óvíða finnur maður fyrir jafn góðum anda og ríkir í okkar skóla. Það hefur tekið mörg ár að byggja þann góða anda upp og það má aldrei gleyma því að það er mun auðveldara og fljótlegra að rífa niður en byggja upp. Það er þessvegna sem ég leyfi mér að segja að ástæða sé til að hafa áhyggjur af niðurskurði fjármuna til grunnskólans. Um þetta erum við Eyþór ekki sammála og við því get ég í sjálfu sér lítið gert, annað en að harma hans afstöðu.
Hvað varðar meinta andstöðu mína við loftborið íþróttahús, þá ber fyrst að halda því til haga að ég hef í raun ekki enn myndað mér skoðun á því hvort hér eigi að rísa loftborið hús eða hefðbundið. Það eina sem ég hef látið hafa eftir mér í þeim efnum er að mér hugnast illa að hafa það lengst upp í dal. Þeim hlutum er ég þó ekki á nokkurn hátt að velta fyrir mér í umræddri grein. Ég geri einungis athugasemdir við það að á sama tíma og fjárframlög til grunnskólans eru skert skuli meirihlutinn telja bæjarsjóð aflögufæran um fé fyrir nýju íþróttahúsi. Gildir þá einu hvort það verður loftborið eða steinsteypt. Að ég vilji setja uppbyggingu íþróttamannvirkja aftur í hafsauga eins og Eyþór leggur út af orðum mínum er líka af og frá. Ég vil auðvitað rétt eins og Eyþór að hér rísi nýtt íþróttahús sem allra fyrst, en mér dettur ekki í hug að halda því fram að við höfum efni á því eins og staðan er í dag. Það er að mínu mati ekkert annað en ódýr auglýsingamennska að halda slíku fram, líkt og Eyþór gerir í sinni grein.
Það er ekki minn háttur eða ætlun að mála skrattann á vegginn, eða vera með óþarfa bölmóð. En það gera sér held ég allir grein fyrir því að næstu 1-2 ár verða okkur á margan hátt nokkuð erfið. Því er það að mínu mati lykilatriði að við þjöppum okkur enn betur saman og hjálpumst að við að gera okkur lífið sem léttast meðan þjóðfélagið réttir úr kútnum, sem það mun smám saman gera. Hugum að aðalatriðunum í okkar lífi, en látum aukaatriðin lönd og leið. Það þarf síðan hver og einn að gera upp við sig hvort hann metur meir börn eða steinsteypu, en ég er altént þeirrar skoðunar að við eigum að setja fólkið í forgang; börnin, unglingana - alla fjölskylduna. Virkjum okkur sjálf til góðra verka, en slökum aðeins á í steypubrjálæðinu.
Að lokum vil ég ítreka það sem ég nefni í umræddri grein minni, að mér finnst núverandi meirihluti um margt hafa staðið sig vel. Blómasýningin og ýmsar framkvæmdir er lúta að ásýnd bæjarins bera t.d. vott um það. Ég vænti þess að smærri framkvæmdir í þá veru haldi áfram, hver sem það verður sem fer með meirihlutavöld í bænum að afloknum næstu kosningum, enda nauðsynlegt að bærinn geri sitt til að halda hjólum atvinnulífs í bænum á hreyfingu. Að ráðast í svo stóra, og um margt illfyrirsjáanlega framkvæmd, sem byggingu nýs íþróttahúss er hinsvegar einfaldlega ekki verjandi á þessum tímapunkti. Sérstaklega ekki þegar staðan er slík að skera þarf niður í grunnþjónustu á borð við leik- og grunnskóla.
Bloggar | 8.3.2010 | 23:35 (breytt kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í vor verður gengið til sveitarstjórnarkosninga. Sjálfsagt hafa hörðustu aðdáendur flokka sinna nú þegar gert upp hug sinn af gömlum vana, en mig langar að biðja ykkur hin að hugleiða aðeins hvernig samfélag við viljum byggja.
Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að mér finnst núverandi meirihluti um margt hafa staðið sig vel. En þrátt fyrir það er ég eindregið þeirrar skoðunar að við verðum að breyta grunnáherslum í rekstri bæjarins, ef ekki á illa fyrir okkar góða samfélagi að fara.
Það er grafalvarleg staðreynd að börn og unglingar eru sá þjóðfélagshópur sem fer verst út úr kreppunni. Sérfræðingar hafa vaxandi áhyggjur af andlegri líðan barna og leggja á það ríka áherslu að stoðþjónustu megi ekki skerða. Í því sambandi vil ég nefna að meirihluti bæjarstjórnar hefur með harkalegum niðurskurði fjármuna til grunnskólans þrengt svo að rekstri hans að ástæða er til að hafa áhyggjur af. Á sama tíma hefur talsverðum fjármunum verið varið í önnur, að mínu viti veigaminni mál, svo sem það að reyna að selja okkur þá hugmynd að skynsamlegt sé að reisa loftborið íþróttahús upp í dal! Það er gott dæmi um forgangsröðun núverandi meirihluta.Forgangsröðun sem verður að breyta.
Það er vissulega ljóst að aðstaða til íþróttaiðkunar er bágborin hér í bæ, en mín skoðun er sú að við verðum að horfast í augu við það að hér verður ekki ráðist í uppbyggingu íþróttamannvirkja alveg á næstunni. Allt tal um loftbóluhús fyrir hundruðir milljóna er því marklaust hjal. Sóun á tíma og peningum. Ég hefði frekar viljað sjá þessum peningum varið í innra starf deilda íþróttafélagsins. T.d. hefði mátt niðurgreiða æfingagjöld í einhverjum flokkum eða greinum. Það er jú margsannað mál að iðkun íþrótta er ein besta forvörn sem völ er á og því mikilvægt að búa svo um að sem flestum börnum sé gert það mögulegt. Ekki síst þegar svo árar sem nú um stundir.
Það má ekki skilja orð mín svo að ég vilji ekki nýtt íþróttahús. Auðvitað vil ég það. Hinsvegar finnst mér tómt mál að tala um slíkar framkvæmdir þegar fjárhagsstaða bæjarfélagsins er eins og raun ber vitni. Það er einfaldlega óábyrg fjármálastjórn. Við höfum einhvernveginn lifað það af að búa við okkar litla íþróttahús hingað til og við hljótum að geta látið okkur hafa það í örfá ár til viðbótar. Meðan við þurfum að skera niður grunnþjónustu við börn og unglinga getur varla verið að við getum byggt íþróttahús. Það er hæpin forgangsröðun.
Bloggar | 11.2.2010 | 12:05 (breytt 23.2.2010 kl. 12:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljómsveitin Á móti sól sendir í dag frá sér sína 8. breiðskífu. Platan heitir 8 og verður einungis fáanleg í verslunum Skífunnar nú um helgina, á sérstöku forsölutilboði, en eftir helgina verður hægt að krækja í hana í öllum betri hljómplötuverslunum.
Bloggar | 5.11.2009 | 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 30.9.2009 | 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í tilefni þess að nú í september eru 10 ár síðan Magni gekk til liðs við hljómsveitina Á móti sól ætlum við að halda 2 risadansleiki um næstu helgi.
Föstudaginn 11. september spilum við á réttaballi í Árnesi, Gnúpverjahreppi, en það verður síðasta ballið sem haldið verður í því fornfræga húsi.
Laugardaginn 12. september munum við síðan fljúga á Egilsstaði og halda ball í Valaskjálf, en það er við hæfi að við förum austur og þökkum austfirðingum fyrir afnotin af Magna s.l. 10 ár. Við ætlum samt ekki að skila honum, svo það sé á hreinu.
Bylgjan mun gefa 10 miða á dag á ballið í Valaskjálf og hugsanlega verða einhverjir miðar gefnir líka á ballið í Árnesi. Fylgist vel með.
Fyrir þá sem nenna að lesa meira er hér smá söguskýring:
Fyrir 10 árum, eða um miðjan september 1999, plötuðum við Magna, sem þá var heldur síðhærðari en hann er í dag, til að fljúga í bæinn og hitta okkur. Við höfðum þá verið starfandi í tæp 4 ár, gefið út 2 plötur og átt nokkur vinsæl lög (án þess þó að vera orðnir heimsfrægir ) þannig að Magna fannst dálítið til þess koma að við skyldum vera að spá í honum sem framtíðarsöngvara.
Við sóttum hann á flugvöllinn og funduðum síðan á Hard Rock (good times;-), þar sem við áttum inneignarmiða í ómældu magni - sem Einar Bárðarson vinur okkar hafði látið okkur hafa upp í einhverja spilamennsku. Eftir fundinn/matinn keyrðum við á Selfoss þar sem við renndum í nokkur lög og sáum á einu augabragði að Magni væri rétti maðurinn í bandið. Við réðum Magna formlega í bandið þarna um kvöldið og þremur dögum síðar spiluðum við fyrsta ballið okkar í núverandi mynd, réttaball í Hellubíói. Það er því við hæfi að annað afmælisballið okkar nú um helgina sé réttaball .
Í vikunni verður þessum tímamótum okkar gerð nokkur skil á ýmsum stöðum; sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og bloggsíðum. Besti vettvangurinn til að fylgjast með verður líklega þessi ágæta bloggsíða okkar, eða Facebook síðan okkar. Hér munum við setja inn gamlar myndir og ýmis minningabrot.
Takk fyrir 10 árin - sjáumst í Árnesi og Valaskjálf:-).
Bloggar | 10.9.2009 | 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagskvöldið 11. júlí rætist gamall draumur okkar strákanna í hljómsveitinni Á móti sól, þegar við spilum í hinu fornfræga húsi Ýdölum í Þingeyjarsýslu í fyrsta sinn. Ýdalir eru eitt merkilegasta sveitaballahús sögunnar og við hlökkum gífurlega til að spila þar. Þetta verður alvöru sveitaball af gamla skólanum, 16 ára aldurstakmark, flaskan í poka o.s.frv. . Rétt eins og í gamla daga.
Ingó og Veðurguðirnir verða með okkur á ballinu, en þeir eru einmitt að senda frá sér sína fyrstu plötu í næstu viku, og FM957 sér um að kynna kvikindið, gefa miða o.s.frv.
Á leiðinni norður stoppum við á Sauðárkróki, þar sem við verðum með ball hjá Sigga Dodda á Mælifelli. Síðan munum við spila nokkur lög fyrir Landsmótsgesti á Akureyri fyrripart laugardagskvöldsins, áður en við þeysumst í Ýdali.
Sjáumst
Bloggar | 5.7.2009 | 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hljómsveitin Á móti sól sendi frá sér nýtt lag í dag. Það er fimmti singull næstu plötu okkar, sem áætlað er að komi út í byrjun nóvember.
Lagið heitir Ef þú ert ein og er eftir mig sjálfan, bæði lag og texti . Mér finnst það drulluskemmtilegt og þér finnst það örugglega líka - ef þú ert í vafa þá skaltu hlusta aftur, það er í spilaranum hér til hliðar .
Gleðilegt sumar
Bloggar | 18.6.2009 | 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hljómsveitirnar Á móti sól og Buff gerðu sér lítið fyrir og tóku upp gamla íslenska slagarann Mamma gefðu mér grásleppu á dögunum. Það er í sjálfu sér dálítið merkilegt, en sagan er ennþá merkilegri fyrir þær sakir að lagið var að langmestu leyti tekið upp í hljómsveitarútunni á leiðinni norður í land um Hvítasunnuhelgina! Geri aðrir betur.
Þetta lag er eftir Jóhann Helgason, sem er einn af mínum uppáhaldslagahöfundum, en lagið var upprunalega að finna á barnaplötu sem þeir félagar Magnús og Jóhann gerðu þegar þeir komu heim frá London í lok 8. áratugarins, slyppir og snauðir eftir Change ævintýrið og fleira í þeim dúr. Þeir voru þó ekki alveg til í að gefa kúlið upp á bátinn og þessvegna komu þeir ekki fram undir sínum réttu nöfnum á plötunni, heldur kölluðu sig Hrámann og Grámann. Lagið varð mjög vinsælt á sínum tíma, enda stórskemmtilegt.
Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér til hliðar.
Bloggar | 12.6.2009 | 21:36 (breytt 13.6.2009 kl. 00:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkistjórnir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og Samfó og VG eiga það sameiginlegt að gera mikið úr því hvað þær hafa verið duglegar að hjálpa fólki sem á í greiðsluerfiðleikum. Ekki virðast þessar fullyrðingar þó eiga við nægileg rök að styðjast, því alltaf er maður að heyra af hrakförum fólks í kerfinu og ótrúlegum viðtökum sem það fær hjá öllum þessum aðilum sem eiga víst að vera að hjálpa því.
Á Vísi má í dag lesa um nýjasta dæmið um "hjálpsemi" stjórnvalda, en þar kemur fram að í reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, sem sett var í janúar s.l., er ekki gert ráð fyrir þaki á innheimtukostnaði lögfræðinga!
Semsagt: Samkvæmt reglugerðinni er þak á kostnaði vegna innheimtuviðvarana og milliinnheimtu, en þegar skuldin er komin til lögfræðings þá eru engin takmörk sett!
Afhverju í ósköpunum er ég ekki lögfræðingur? Þeir græða á tá og fingri í kreppunni
Bloggar | 26.5.2009 | 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar