Bloggar | 7.5.2009 | 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bankastjórarnir segja að það séu engar líkur á öðru bankahruni.
Nú vantar bara að Geir Hårde tilkynni að botninum sé náð, þá getum við verið alveg áhyggjulaus.
Bloggar | 6.5.2009 | 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
VG er við það að missa allan trúverðugleika í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum. VG hafa marg lýst því yfir að þeir gangi í takt við þjóðina í Evrópumálum, vegna þess að þjóðin vilji ekki fara inn í ESB. Í ljósi þess er það einkennilegt að þeir séu ekki tilbúnir til þess að vinna málið eins og fullorðnir menn; fara í aðildarviðræður og láta þjóðina síðan kjósa um málið. Ef þeir eru svona vissir um að þjóðin muni hafna ESB þá er það magnað að þeir séu tilbúnir til þess að setja stjórnarsamstarfið í hættu með landsfrægum ósveigjanleika sínum.
Við hvað eru þeir hræddir? Það skyldi þó ekki vera að þeir hræddust það að út úr aðildarviðræðunum kæmi allt annað en þeir hafa verið að básúna í endalausum hræðsluáróðri sínum undanfarin ár?
Óbrúuð gjá í ESB-máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.4.2009 | 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | 25.4.2009 | 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég ætla ekki að skrifa hér landsföðurlegan pistil um ábyrgðina og forréttindin sem fylgja því að hafa kosningarétt, en mig langar að beina orðum mínum að þeim fjölmörgu sem vita ekki enn hvað þeir ætla að kjósa á laugardaginn. Eru hundóánægðir með flestallt sem er í boði.
Úrræði íslenskra kjósenda til að láta óánægju sína í ljós eru ekki mörg.
Sumir hafa brugðið á það ráð að halda tryggð við flokkinn sinn, en strika út frambjóðendur sem hafa staðið sig á einhvern hátt fáránlega illa - eða mönnum hugnast ekki að kjósa af einhverjum öðrum ástæðum.Sjálfstæðismenn strikuðu t.d. þá Árna Johnsen og Björn Bjarnason út í stórum stíl (um 20% hvorn) í síðustu kosningum.
Það ráð dugði bara ekki nægilega vel, því jafnvel þótt útstrikanirnar væru nógu margar til að færa þá kumpána niður um sæti á listum sínum þá svaraði flokkurinn óánægjuröddum fólksins með því að verðlauna annan þeirra með ráðherraembætti!
Annað ráð sem sumir hafa gripið til er að sitja heima á kjördag. Til að mynda voru ansi margir sem gerðu það í síðustu kosningum, en kjörsókn var þá sú versta frá upphafi held ég. Eitthvað í kringum 80%. Í því að sitja heima felast vissulega einhver skilaboð, en þau eru alls ekki nægilega sterk.
Þriðja leiðin er að skila auðu. Það eru skýr skilaboð til flokkanna um að sá sem kýs vilji nýta kosningarétt sinn, en sjái hinsvegar enga ástæðu til að kjósa neinn þeirra flokka sem í boði eru. Svona svei ykkur skilaboð. Alveg ljómandi góð.
Gallinn við þessa leið í kosningunum sem nú fara í hönd er að með því að skila auðu er engu komið til leiðar. Nema skilaboðum um óánægju. Og þar sem óánægja fólks hefur í vetur að mestu snúist um stjórnarhætti gömlu flokkanna og fólk hefur kallað ákaft eftir breytingum þá má færa fyrir því rök að auð atkvæði komi gömlu flokkunum til góða.
Fjórða leiðin er að kjósa annað af nýju framboðunum, þ.e. Lýðræðishreyfingu Ástþórs eða Borgarahreyfinguna. Alltaf þegar ný framboð hafa komið fram þá hafa gömlu flokkarnir komið sér saman um að reka þann hræðsluáróður, að það að kjósa nýju framboðin jafngildi því að kasta atkvæði sínu á glæ. Því miður hefur nokkuð verið til í þessu því kosningakerfð hér á Íslandi hefur gert nýjum framboðum afar erfitt fyrir.
Nú er staðan hinsvegar sú að samkvæmt skoðanakönnunum á annað þessara framboða raunhæfa möguleika á að fá nokkra fulltrúa kjörna, því Borgarahreyfingin virðist vera með í kringum 6-7% fylgi á landsvísu. Þessvegna hvet ég alla þá sem ætla sér ekki að mæta á kjörstað -eða að skila auðu - að íhuga þann kost að setja X við Borgarahreyfinguna á laugardaginn.
Sjálfur hef ég ekki að fullu gert upp hug minn, en ef ég verð jafn ráðvilltur á laugardaginn og ég er í dag mun ég setja X við O.
Dregur saman með flokkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.4.2009 | 23:16 (breytt kl. 23:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er greinilega dálítið flókið að vera í VG. Stefnan er einhvernveginn á reiki virðist vera. Allavega fer mesta púðrið í það hjá þeim þessa dagana að leiðrétta hver annan.
Fyrst segir Katrín Jakobsdóttir að það eigi að hækka skatta og lækka laun. Það var víst ekki rétt eftir henni haft - þótt hún hafi sagt það. Síðan segir Atli Gíslason að það komi ekki til greina að hálfu VG að taka ESB-málin á dagskrá. Það var víst einhver misskilningur líka hjá honum. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Kolbrún Halldórsdóttir síðan að olíuleit væri andstæð stefnu flokksins. Stuttu síðar kom yfirlýsing frá flokknum þess efnis að VG legðist ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu svokallaða.
Ekki myndi mig langa að starfa með flokki sem getur ekki einu sinni starfað með sjálfum sér. Ég held að Samfylkingin ætti að hugsa aðeins út í það áður en lengra er haldið.
Bloggar | 22.4.2009 | 22:15 (breytt kl. 22:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hef stundum þrasað yfir krónunni okkar og verðtryggingunni. Ég hef t.d. haldið því fram að krónan sé ekki að leika okkur grátt í fyrsta skipti um þessar mundir. Hún hafi verið okkur fjötur um fót í fjöldamörg ár. Ég hef þó aldrei komið orðum eins snilldarlega að þessum hugðarefnum og Ingólfur H. Ingólfsson hjá Spara.is. Á vefmiðlinum Vísi má lesa grein eftir hann þar sem hann fer yfir þessa hluti á mannamáli.
Ég leyfi mér að birta hluta greinarinnar hér og vona að Ingólfur fyrirgefi mér það.
Þegar verðtryggingin var samþykkt á Alþingi, fyrir þrjátíu árum, stóð valið milli þess að stjórnmálamenn hættu afskiptum sínum af vöxtum og gæfu þá frjálsa eða tækju upp verðtryggingu. Stjórnmálamennirnir voru greinilega ekki tilbúnir til þess að gefa eftir af áhrifum sínum og því varð niðurstaðan það snjallræði að innleiða verðtryggingu fjármagns. Þar með hófust líklega þau mestu og afdrifaríkustu ríkisafskipti af peningamálum sem þekkst hafa utan hins kommúníska hagkerfis tuttugustu aldar.
Frá árinu 1980 hafa tveir gjaldmiðlar verið í notkun á Íslandi - verðtryggð og óverðtryggð króna. Þeir sem nota verðtryggðu krónuna eru þeir sem hafa átt og lánað peninga. Þeir sem hafa tekið verðtryggðu krónurnar að láni hafa hins vegar þurft að greiða með óverðtryggðri krónu. Á þrjátíu ára tímabili verðtryggðrar krónu hefur sú óverðtryggða tapað 3.250% af kaupmætti sínum! Þetta misræmi milli verðtryggðrar og óverðtryggðrar krónu hefur líklega leitt til mestu og grímulausustu eignatilfærslu Íslandssögunnar.
Það þekkist trúlega hvergi í heiminum að ríkisvaldið hafi með jafn umfangsmiklum hætti bein afskipti af kaupmætti lánsfjármagns og hér á landi. Hvernig í ósköpunum er líka hægt að réttlæta það með skynsemisrökum að eingöngu peningar sem eru lánaðir skuli verðtryggðir en ekki þeir sem notaðir eru til þess að greiða lánið? Það er einfaldlega ekki hægt og því verður að leita skýringa í pólitískum hagsmunum. Ríkið, sem er stærsti útgefandi verðtryggðra pappíra, ákveður með stuðningi Alþingis að tryggja í bak og fyrir þá sem vilja lána því peninga, þeir sem borga eru nefnilega alltaf þeir sömu - skattgreiðendur!
Restina má lesa á þessari vefslóð: http://www.visir.is/article/20090422/SKODANIR03/406430076
Bloggar | 22.4.2009 | 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég sá auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum í sjónvarpinu áðan. Þar lýsti Þorgerður Katrín því yfir að flokkurinn ætlaði sér að lækka afborganir af húsnæðislánum um 50%, kæmist hann til valda. Engar nánari upplýsingar fylgdu með auglýsingunni.
Ég velti því fyrir mér hvort löglegt sé að auglýsa með þessum hætti. Hugmyndir Sjálfstæðismanna ganga út á að frysta 50% húsnæðislána í allt að 3 ár. Að þeim tíma loknum þarf auðvitað að borga allt heila klabbið - og þegar upp er staðið borgar viðkomandi talsvert meira með þessum hætti. Í þessu felst sem sagt ekki lækkun húsnæðislána um 50%, eins og gefið er í skyn.
Orðrétt segir Þorgerður: "Við viljum lækka afborganir af húsnæðislánum um 50%, til að vernda heimilin í landinu. Það er okkar leið."
Hugsanlega á gráu svæði lagalega - en fullkomlega siðlaust. Algjörlega í takt við flokkinn.
Bloggar | 21.4.2009 | 21:31 (breytt 22.4.2009 kl. 23:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
VG hefur gefið það út að flokkurinn vilji að þjóðin fái að kjósa um aðild að ESB. Ég lýsti þeirri skoðun minni í bloggfærslu hér um daginn að mér sýndist að flokksmenn væru ekki allir með þetta stefnumál á hreinu. Það kom berlega í ljós á fundinum á Selfossi áðan. Hinn annars ágæti maður Atli Gíslason fór meira að segja að þrugla um að þjóðin ætti að kjósa um hvort hún vildi fara í viðræður!
Það er líklega vitlausasta hugmynd sem komið hefur fram í Evrópumálum, og hefur þó ekki verið neinn sérstakur skortur á þvælu í þessari endalausu umræðu - sem alltaf virðist enda úti í skurði og ofan í kjánalegum skotgröfum. Það á jafnt við þá sem eru með og á móti.
Við verðum einfaldlega að setjast að samningaborðinu og sjá hvað er í boði. Það eru fordæmi fyrir sérúrræðum og frávikum frá landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu sambandsins og því er algjörlega galið að vera að gagga eitthvað um kosti eða galla hugsanlegrar aðildar fyrr en búið er að láta á það reyna hvað kemur út úr samningaviðræðum. Það hlýtur hver hugsandi maður að sjá það.
Að halda því fram, eins og Atli gerði áðan, að hann viti með 98% vissu hver útkoman verði er ábyrgðarlaus þvættingur. Það er barnaskapur af fullorðnum mönnum að tala, hvað þá að hugsa, með þessum hætti.
VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.4.2009 | 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður sér svona dellu. Allt frá því að ég fór að fylgjast með stjórnmálum hef ég undrast eðli kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, einmitt vegna þess að það hefur verið alveg sama hvaða einstaklingar hafa skipað efstu sæti lista flokksins. Hjörðin hefur ávallt flykkst á kjörstað og sett x-ið á gamla staðinn. Einhvernveginn alveg hugsunarlaust, hlýtur að vera.
Flokkurinn er löngu búinn að átta sig á skilyrðislausri fylgispekt sunnlenskra sjálfstæðismanna því hingað hefur verið hægt að vandræðagemsa sem allir eru búnir að gefast upp á annarsstaðar (t.d. Árna M. Mathiesen) og það hefur ekki klikkað; þeir hafa fengið afbragðs viðtökur hér í sveitinni
Það kæmi mér ekki á óvart þótt fylgi Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi færi yfir 30% þegar talið verður upp úr kössunum á laugardag. Svo brjálæðislegt er hjarðeðlið hér sunnanlands.
D og S listi stærstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.4.2009 | 16:24 (breytt kl. 16:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar